Eins og margir vita þá hefur mikið verið fjallað um samningamál og framtíð hollenska landsliðsmannsins Frenkie de Jong sem spilar með Barceona.
De Jong hefur margoft verið orðaður við brottför frá Barcelona en Manchester United sýndi honum mikinn áhuga á sínum tíma á meðal annars.
Í fyrra var greint frá því að Barcelona ætlaði að losa De Jong eftir tímabilið en nú segir Sport frá því að það sé ekki endilega staðan.
Hansi Flick, stjóri Barcelona, ku hafa áhuga á að halda þessum öfluga leikmanni sem verður samningslaus sumarið 2026.
Flick vill framlengja samning De Jong til tveggja ára sem hefur komið jafnvel hörðustu stuðningsmönnum Barcelona á óvart.