fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

Guðrún tekur slaginn við Áslaugu Örnu og Snorra

Ritstjórn DV
Laugardaginn 8. febrúar 2025 14:55

Guðrún Hafsteinsdóttir Mynd/Sjálfstæðisflokkurinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins tilkynnti rétt í þessu á fundi í Salnum í Kópavogi að hún bjóði sig fram til formennsku í flokknum á landsfundi í lok mánaðarins. Mun hún því taka slaginn við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir þingmann og Snorra Ásmundsson listamann sem höfðu áður tilkynnt framboð.

Júlíus Viggó Ólafsson formaður Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, hóf fundinn og kynnti Guðrúnu. Hann lofaði í Guðrúnu í hástert og sagði hana þann leiðtoga sem flokkurinn þyrfti á að halda. Hann rifjaði upp að hann hefði áður unnið gegn Guðrúnu í prófkjöri flokksins fyrir hönd Vilhjálms Árnasonar þingmanns flokksins. Júlíus segir að Guðrún hafi náð að snúa bæði honum og Vilhjálmi til fylgis við sig en hann upplýsti að Vilhjálmur væri á fundinum. Ljóst er því að bæði Vilhjálmur og Júlíus munu styðja Guðrúnu til formennsku í flokknum.

Að lokinni ræðu Júlíusar sté Guðrún í pontu. Fjölmenni var á fundinum og Guðrún sagðist yfir sig hissa hversu vel væri mætt. Hún kannaðist við fólk alls staðar að af landinu, í salnum. Hún þakkaði öllum fyrir að mæta, sérstaklega þeim sem væru komnir langt að. Guðrún sagðist hafa fengið fjölda áskorana um að bjóða sig fram og hafi rætt við fjölda fólks sem hefði lýst yfir eindregngum vilja sínum til þess að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ná auknum styrk á ný og verða kjölfesta í íslenskum stjórnmálum.

Vandi

Hún sagði flokkinn í vanda staddann og væri komin úr bílstjórasætinu í aftursætið í stjórnmálunum. Þessu ætluðu flokksmenn að breyta og því væri efnt til þessa fundar.

Lykillinn að því væri að gera flokkinn aftur að breiðfylkingu borgaralegra afla með því að sækja í grunngildi flokksins.

Guðrún sagði sögu föður síns sem stofnaði eins og kunnugt er ísgerðina Kjörís sem enn er í blómlegum rekstri. Hún sagði að reynt hefði verið að skerða atvinnufrelsi hans með því að hrekja hann út af markaði þegar hann hóf atvinnurekstur sinn með því að framleiða osta. Tekist hafi að hafa af honum ostagerðina og hann látinn skrifa undir ólöglegt skjal þar sem hann hafi lofað að framleiða ekki framar ost. Síðar stofnaði hann Kjörís en Guðrún segir að ýmsar hömlur hafa verið lagðar á fyrirtækið. Guðrún sagði í sögu föður hennar kjarnaðist stefna Sjálfstæðisflokksins um atvinnufrelsi.

Leiðtoginn

Hún sagði mikilvægt að trúa á flokkinn, einstaklinginn og þjóðina.

Hún sagði áherslu föður síns á að greiða starfsfólkinu laun á undan sjálfum sér kjarni hið sigilda slagorð flokksins: Stétt með stétt.

Guðrún rifjaði því næst upp þegar hún þurfti að taka við rekstri Kjöríss þegar faðir hennar varð bráðkvaddur. Þarna hafi hún öðlast fyrstu reynslu sína sem leiðtogi. Sagðist hún þar mep hafa reynslu af því að taka við stjórninni í brothættu ástandi.

Hún sagði að stöðugt þurfi að berjast fyrir frelsinu. Guðrún minnti einnig á að blikur væru á lofti á alþjóðavettvangi og hrósaði Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttur Reykfjörð fyrir að hafa staðið vörð um vestræn gildi í starfi sínu sem utanríkisráðherra.

Leysa þyrfti sömuleiðis skort á orku og húsnæði og aðlaga innflytjendur betur að samfélaginu.

Guðrún þakkaði Sjálfstæðisflokknum fyrir að rífa Ísland upp úr fátækt.

Bjarni

Guðrún lofaði Bjarna Benediktsson fráfarandi formann Sjálfstæðisflokksins í hástert. Framganga Bjarna breyti því þó ekki að fylgi flokksins hafi minnkað og að átök í flokknum hafi skaðað hann. Taka þyrfti höndum saman til að hífa flokkinn upp í fylgi á ný.

Hún sagði þjóðinni ganga best þegar frelsið fengi að njóta sín og þegar öflugt velferðarkerfi hvíldi á grunni kröftugs atvinnulífs. Hún höfðaði til samtakamáttar Sjálfstæðismanna og að þeir ættu að vera sameinaðir út á við og rækta sambandið við fólkið í landinu betur. Efla þyrfti málefnastarfið og leggja fram djarfar hugmyndir.

Guðrún sagði það því sína niðurstöðu að reynsla hennar, gildi og þekking og vilji til að vera sameinandi afl myndi nýtast flokknum vel og því byði hún sig fram til formennsku.

Við þau orð hennar voru rekin upp hávær fagnaðaróp í salnum.

Uppfært

Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar gleymdist að minnast á framboð Snorra Ásmundssonar listamanns til formennsku í flokknum. Snorri hefur bent DV á að framboð hans sé fullkomlega löglegt. Hann sé skráður í flokkinn og hyggist taka fullan þátt í formannskosningunni.

Snorri er beðinn velvirðingar á þessari yfirsjón.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sagður reiða fram hundruð milljóna reglulega til að bjarga Pizzunni frá gjaldþroti

Sagður reiða fram hundruð milljóna reglulega til að bjarga Pizzunni frá gjaldþroti
Fréttir
Í gær

Færa baráttuna við Bakkavararbræður til Íslands – „Þar sem borgarar hafa séð skaðann sem Guðmundssynirnir geta valdið“

Færa baráttuna við Bakkavararbræður til Íslands – „Þar sem borgarar hafa séð skaðann sem Guðmundssynirnir geta valdið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tálbeituhópur neitar ásökunum um fjárkúgun – „Ef þú skráir þig þarna þá veistu að þú ert að fara að horfa á ólöglegt efni“

Tálbeituhópur neitar ásökunum um fjárkúgun – „Ef þú skráir þig þarna þá veistu að þú ert að fara að horfa á ólöglegt efni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannaerjur í stóru fjölbýlishúsi – Ásakanir um leyndarhyggju og sérmeðferð

Nágrannaerjur í stóru fjölbýlishúsi – Ásakanir um leyndarhyggju og sérmeðferð