Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur beðið stjörnu liðsins afsökunar á því að hann fái afskaplega lítið að spila þessa dagana.
Um er að ræða enska landsliðsmanninn Jack Grealish sem hefur spilað um 1100 mínútur á tímabilinu hingað til.
Þessi 29 ára gamli leikmaður kostaði um 100 milljónir punda á sínum tíma en hefur tekið þátt í 22 leikjum í öllum keppnum.
,,Ég biðst innilega afsökunar á því að hann fái ekki þær mínútur sem hann gæti átt skilið,“ sagði Guardiola.
,,Það sem Jeremy [Doku] og Savinho hafa gefið okkur á tímabilinu hefur gert mikið og það er eina ástæðan.“
,,Ástæðan er ekki persónuleg eða það að mér sé illa við Jack eða ég hafi ekki trú á honum.“