fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Eyjan

Hampiðjan hf. eignast meirihluta í indverska félaginu Kohinoor

Eyjan
Föstudaginn 7. febrúar 2025 15:36

Hjörtur Erlendsson,  forstjóri Hampiðjunnar, skrifar undir kaupsamninginn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hampiðjan hf. hefur undirritað samning um kaup á 75,1% hlut í indverska neta- og kaðlaframleiðslufyrirtækinu Kohinoor Ropes Pvt. Ltd.

Kohinoor er einn stærsti framleiðandi neta og kaðla á Indlandi. Starfsmenn fyrirtækisins eru rúmlega 700 og starfsstöðvarnar eru þrjár, tvær neta- og kaðlaverksmiðjur í Selu og netaverkstæði í Jalna. Félagið er einnig með skrifstofu í Aurangabad. Í heild verða starfsmenn samstæðu Hampiðjunnar um 2.700 eftir kaupin. Eigendur Kohinoor munu eiga áfram 24,9% hlut í fyrirtækinu en það hefur verið náinn samstarfsaðili samstæðu Hampiðjunnar um árabil. Samstæða Hampiðjunnar var stærsti einstaki viðskiptavinur fyrirtækisins í fyrra enda kemur stór hluti snúinna kaðla sem Hampiðjan notar frá Kohinoor.  Samstarf hefur einnig verið mjög vaxandi í fiskeldistengdum vörum undanfarið, sérstaklega í framleiðslu á fiskeldiskvíum.

Fyrir Hampiðjuna skapa þessi viðskipti mikla möguleika á hagræðingu í reksti og sókn inn á nýja markaði. Virðiskeðja Hampiðjunnar, frá plastkornum til fullkomnustu flottrolla og fiskeldiskvía, breikkar við kaupin en þriðjungur af kaðlanotkun Hampiðjusamstæðunnar kemur í dag frá Kohinoor. Starfsemi Hampiðjunnar um allan heim mun opna nýjar söluleiðir fyrir vörur Kohinoor og bætir við það vöruúrval sem dótturfyrirtæki Hampiðjunnar bjóða í dag.

Með kaupunum á Kohinoor opnast möguleikar á að sækja inn á markaði sem ekki hafa verið aðgengilegir vegna fjarlægðar frá Evrópu og hás framleiðsluverðs þar. Þannig hefur Kohinoor náð athyglisverðum árangri í Chile, sem er annað stærsta framleiðslulandið á laxi á eftir Noregi, og aukið aðgengi verður að fiskeldismörkuðum í Mið-Austurlöndum þar sem dótturfyrirtæki Hampiðjunnar, Mørenot Aquaculture, hefur einnig unnið að stórum fiskeldisverkefnum undanfarin ár. Þá eru tækifæri í Asíu og Eyjaálfu þar sem tvö dótturfyrirtæki Hampiðjunnar starfa, Hampidjan New Zealand og Hampidjan Australia.

„Kaupin á meirihlutanum í Kohinoor mun auka samkeppishæfni Hampiðjunnar með þeirri hagræðingu sem hægt er ná fram. Það er mikil tilhlökkun að vinna með þessu nýja dótturfélagi í framtíðinni og við væntum mikils af þessu samstarfi á næstu árum. Vöruframboð Kohinoor mun auka vöruúrval fyrirtækja Hampiðjunnar víða um heim og á sama tíma auka aðgengi Kohinoor að þeim mörkuðum, sem við störfum á nú þegar. Við getum nýtt þessa stöðu til að sækja inn á nýja og framandi markaði. Það eru því spennandi tímar framundan hjá okkur í samstæðu Hampiðjunnar,“ segir  Hjörtur Erlendsson forstjóri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigríður Andersen: Það eru Framsóknarmenn í öllum flokkum

Sigríður Andersen: Það eru Framsóknarmenn í öllum flokkum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gunnar Dan Wiium skrifar: Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi

Gunnar Dan Wiium skrifar: Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigríður Andersen: Gott að flokkarnir standi sjálfir frammi fyrir skriffinnskunni sem þeir íþyngja atvinnulífinu og almenningi með

Sigríður Andersen: Gott að flokkarnir standi sjálfir frammi fyrir skriffinnskunni sem þeir íþyngja atvinnulífinu og almenningi með
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Handboltaharmur

Óttar Guðmundsson skrifar: Handboltaharmur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Make Iceland great again!

Steinunn Ólína skrifar: Make Iceland great again!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stóra herbergjamálið á Alþingi – Sjálfstæðisflokkurinn hótar setuverkfalli en hvað segja reglurnar?

Stóra herbergjamálið á Alþingi – Sjálfstæðisflokkurinn hótar setuverkfalli en hvað segja reglurnar?