fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Eyjan

Heidelberg beinir sjónum sínum að Húsavík eftir höfnunina í Þorlákshöfn

Eyjan
Föstudaginn 7. febrúar 2025 14:09

Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins og talsmaður Heidelberg Materials

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sementsframleiðandinn Heidelberg Materials hyggst nú skoða hvort að forsendur séu fyrir því að reisa verksmiðju fyrirtækisins á iðnaðarsvæði Bakka við Húsavík eftir að íbúar Þorlákshafnar felldu tillögu um slíka verksmiðju í útjaðri bæjarins í íbúakosningu.  Þetta kemur fram í nýjustu fundargerð Byggðarráðs Norðurþings en þar kemur fram að Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins og talsmaður Heidelberg Materials, hér á landi hafi mætt á fund ráðsins og kynnt hugmyndir fyrirtækisins sem felast í vinnslu móbergs á svæðinu, sem er íblöndunarefni í sement.

Samstarf við kísilverið

Í greinargerð frá Heidelberg sem fylgir fundargerðinni kemur fram að forsvarsmenn fyrirtækisins telji Norðurþing meðal annars ákjósanlegan stað út af því að sveitarfélagið þekkir af reynslu hvað felist í uppbyggingu slík stóriðnaðarfyrirtækis. Er þá vísað í iðnaðarsvæði á Bakka norðan Húsavíkur þar sem fyrir er kísilver PCC Bakka Silicon.

„Möguleiki er á samnýtingu strauma í glatvarma frá PCC Bakki Silicon við þurrkun á móbergi. Einnig gæti verið hagkvæmni í hafnaaðstöðu og samnýtingu skipakosts við inn- og útflutning af svæðinu. Góðar tengingar eru við raforku en tengivirki Landsnets frá Þeistareykjum er á Bakka. Nægt iðnaðarvatn er á svæðinu sem þarf í framleiðsluna, til að þvo hráefni sem tekið er úr sjó áður en það er þurrkað,“ segir í greinargerðinni.

Þar kemur ennfremur fram að Heidelberg telji að mikil tækifæri til móbergsvinnslu í framburði Jökulsár á Fjöllum, út af Austur- og Vestursandi í Öxarfirði. Þá væri efnið tekið úr sjó og flutt sjóleiðis að Bakka til þvottar
og þurrkunar. Einnig hafi Heidelberg áhuga á að rannsaka efni í landi Norðurþings, t.d. í nágrenni Bakka en líklegt móberg er ofan þjóðvegar 85 sem og í Grísatungufjöllum.

Fjárfesting upp á 80-90 milljarða

Verkefnið er umhverfisskylt og kemur fram í greinagerðinni að það ferli geti tekið allt að tvö ár. Áætluð fjárfesting félagsins í verkefnið yrði á bilinu 80-90 milljarðar og er gert ráð fyrir að um 80 störf fylgi starfseminni, bæði almenn og sérfræðistörf sem og 80 afleidd störf. Myndi það þýða umtalsverðar tekjur fyrir ríki og sveitarfélagið.

Í niðurlagi greinargerðarinnar segir að verkefnið með Norðurþingi sé á frumstigi og verið sé að kynna það fyrir helstu hagsmunaraðilum. Þá séu hafnar viðræður milli Heidelberg og PCC um skoðun á hagkvæmniþáttum varðandi starfsemi fyrirtækjanna auk þess sem fyrirtækið standi fyrir rannsóknum, til að mynda sýnatökum á efni úr framburði Jökulsár á Fjöllum, til að kanna hvort aðstæður séu hagstæðar til framleiðslu á þurrkuðu móbergi.

„Ef almenn jákvæðni og sameiginlegir hagsmunir eru til staðar verður gerð viljayfirlýsing á milli Heidelberg og Norðurþings um verkefnið. Ef til þess kemur verður verkefnið nánar kynnt íbúum Norðurþings á íbúafundi,“ segir í greinargerðinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigríður Andersen: Það eru Framsóknarmenn í öllum flokkum

Sigríður Andersen: Það eru Framsóknarmenn í öllum flokkum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gunnar Dan Wiium skrifar: Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi

Gunnar Dan Wiium skrifar: Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigríður Andersen: Gott að flokkarnir standi sjálfir frammi fyrir skriffinnskunni sem þeir íþyngja atvinnulífinu og almenningi með

Sigríður Andersen: Gott að flokkarnir standi sjálfir frammi fyrir skriffinnskunni sem þeir íþyngja atvinnulífinu og almenningi með
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Handboltaharmur

Óttar Guðmundsson skrifar: Handboltaharmur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Make Iceland great again!

Steinunn Ólína skrifar: Make Iceland great again!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stóra herbergjamálið á Alþingi – Sjálfstæðisflokkurinn hótar setuverkfalli en hvað segja reglurnar?

Stóra herbergjamálið á Alþingi – Sjálfstæðisflokkurinn hótar setuverkfalli en hvað segja reglurnar?