Noah var kallaður upp í hálfleik og til að vinna tíu þúsund dollara þurfti hann að hitta úr einu sniðskoti, einu vítaskoti, einu þriggja stiga skoti og svo einu skoti frá miðju vallarins. Þetta þurfti hann að gera á innan við 30 sekúndum.
Það er skemmst frá því að segja að Noah hitti úr öllum skotunum áður en tíminn rann út og fagnaði hann vel og innilega þegar lokaskotið fór ofan í. Það sama gerðu áhorfendur í höllinni enda ekki á hverjum degi sem eitthvað svona gerist á íþróttaviðburðum.
Noah fékk svo nett áfall daginn eftir þegar forsvarsmenn íþróttaliðsins höfðu samband við hann og tjáðu honum að hann fengi ekki neitt. Styrktaraðili félagsins, sá sem hugðist greiða vinninginn, fór nefnilega yfir upptöku af atvikinu og á henni sést þegar Noah stígur á línuna á miðju vallarins.
Í samtali við New York Post segist Noah ekki bera neinn kala í brjósti til skipuleggjenda keppninnar. „Þetta var skemmtilegt augnablik og skemmtileg reynsla,“ segir hann.
Myndbandið má sjá hér að neðan:
MY FRIEND JUST DID THIS FOR $10k AT THE @UMassWBB GAME!!!#SCtop10 pic.twitter.com/czpu4jSNXf
— Josh Schreiber (@Jschreiber272) February 6, 2025