Andoni Iraola, stjóri BOurnemouth og Justin Kluivert sóknarmaður liðsins voru kjörnir þeir bestu í ensku úrvalsdeildinni í janúar.
Iraola var að vinna þessi verðlaun í annað sinn en hann hlaut þau einnig í mars á síðasta ári.
Bournemouth vann þrjá leiki og gerði eitt jafntefli í ensku deildinni í janúar.
Kluivert skoraði fimm af tólf mörkum liðsins í janúar en hollenski sóknarmaðurinn hefur verið í frábæru formi.
Bournemouth er að berjast við topp ensku deildarinnar, eitthvað sem enginn sá í kortunum fyrir tímabilið.