Þetta sagði Daði Már í viðtali við RÚV að loknum ríkisstjórnarfundi.
Mikið var rætt um mál Flokks fólksins fyrir skömmu en flokkurinn er skráður sem félagasamtök en ekki stjórnmálaflokkur. Síðan kom á daginn að fleiri flokkar höfðu látið undir höfuð leggjast að hafa skráninguna rétta, en í mislangan tíma þó.
Daði segir í viðtali við RÚV að framkvæmd fjármálaráðuneytisins hafi verið með slíkum hætti að ekki séu forsendur fyrir því að krefjast endurgreiðslu.
Nánar er fjallað um málið á vef RÚV.