Forráðamenn Newcastle undirbúa sig undir það að stærri félög reyni að kaupa sænska framherjann Alexander Isak næsta sumar.
Isak hefur í reynd verið magnaður á þessu tímabili og líklega besti framherji ensku deildarinnar.
Nú segja miðlar að Newcastle sé tilbúið að selja Isak á 150 milljónir punda.
Isak var áður hjá Real Sociedad en hann hafði aðeins misst flugið þar þegar Newcastle stökk á hann.
Arsenal, Barcelona og fleiri lið hafa verið nefnd til sögunnar í þessu samhengi.