Forráðamenn Chelsea eru nokkuð öruggir á því Marc Guehi muni ganga í raðir félagsins næsta sumar.
Guehi er fæddur og uppalinn hjá Chelsea og gæti því farið aftur heim.
Newcastle reyndi að kaupa Guehi síðasta sumar en án árangurs og Tottenham bauð 70 milljónir punda í Guehi í janúar.
Chelsea ætlar að stökkva til næsta sumar þegar ljóst er að Crystal Palace þarf að selja hann.
Guehi á þá bara ár eftir af samningi sínum og félagið þarf að selja hann ef Palace vill fá aur fyrir hann. Palace keypti Guehi frá Chelsea fyrir fjórum árum.