Ruðningskappinn og fyrirsætan skildu í lok árs 2022 eftir þrettán ára hjónaband.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Tom Brady birtir óræð skilaboð á samfélagsmiðlum en fyrir rúmlega ári síðan kom hann fylgjendum sínum á Instagram á óvart með færslu um framhjáhald.
Sjá einnig: Tom Brady sendir óræð skilaboð um framhjáhald ári eftir skilnaðinn við Gisele Bündchen
Nú hefur hann endurtekið leikinn en í þetta sinn var óræða færslan um ást.
„Ég held í alvöru að leyndarmálið á bak við að vera elskaður er ást. Og leyndarmálið á bak við að einhver hafi áhuga á þér er að hafa áhuga. Og leyndarmálið á bak við að aðrir finni fegurðina í þér er að þú finnur fegurð í öðrum. Og leyndarmálið á bak við að eiga vin er að vera vinur,“ stóð í færslunni og skrifaði Tom Brady með: „Elska þetta.“
Brady og Bündchen eiga saman tvö börn, Benjamin Rein, 14 ára, og Vivian Lake, 11 ára.