fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

Sigga Dögg fagnar sigri eftir niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis – „Föstudagur til fjár, baby“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 7. febrúar 2025 11:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Dögg Arnardóttir, betur þekkt sem Sigga Dögg, fagnar nú sigri í máli sínu gegn íslenska ríkinu. Árið 2020 var hún skipuð í starfshóp um eflingu kynfræðslu í skólum og gagnrýndi það að meðlimir hópsins fengu ekki greitt fyrir vinnu sína. Það var baráttukonan Sólborg Guðbrandsdóttir sem leiddi hópinn sem var meðal annars ætlað að koma með tillögu um framkvæmd kennslu kynfræðslu og ofbeldisforvarna á grunn- og framhaldsskólastigi.

Síðar kom á daginn að Sólborg fékk greitt fyrir vinnu sína, en ekki hinir í hópnum. Sigga Dögg kvartaði til Umboðsmanns Alþingis. Umboðsmaður hafði samband við Menntamálaráðuneytið og komst að þeirri niðurstöðu að Sigga Dögg, sem og aðrir í starfshópnum, ættu rétt á greiðslu.

Sigga Dögg greinir frá niðurstöðunni á Facebook þar sem hún bendir konum á að standa fastar á sínu enda geti hvorki ríki né sveitarfélög krafist ókeypis vinnuframlags.

„Það borgar sig að taka slaginn!

Muniði nefndin sem ég var skipuð í um kynfræðslu, sem Sólborg fór fyrir, og ég gagnrýndi í fjölmiðlum að hefði ekki verið greitt nefndarseta… Well! Svo kom í ljós að Sólborg hafði fengið greitt en ekki við hinar svo ég kvartaði til Umboðsmanns Alþingis sem fór með málið til Menntamálaráðuneytis og eftir nokkra mánuði af fram og til baka er komin niðurstaða….
ÉG OG ALLAR HINAR EIGUM RÉTT Á GREIÐSLU!
HA!

Svo já stelpur, við þurfum að sækja það sem er réttilega okkar, það má ekki mismuna og við eigum að hætta að vinna ókeypis fyrir ríki og borg! Og það þarf að auka gagnsæi í stjórnmálum!
Föstudagur til fjár, baby!“

Starfshópurinn skilaði tillögum sínum í júlí 2021. Starfshópinn skipuðu:

  • Sólborg Guðbrandsdóttir, formaður hópsins og skipuð af mennta- og menningarmálaráðuneyti.
  • Ása Sjöfn Lórensdóttir, fagstjóri heilsuverndar skólabarna. Fulltrúi Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu.
  • Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðikennari. Fulltrúi Kennarasambands Íslands.
  • Indíana Rós Ægisdóttir, kynfræðingur. Fulltrúi Kynís.
  • Ingibjörg Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Heilsueflandi grunnskóla. Fulltrúi embættis landlæknis
  • Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur. Fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga.
  • Sigríður Dögg Arnardóttir, kynfræðingur. Skipuð af mennta- og menningarmálaráðuneyti
  • Sigrún Sóley Jökulsdóttir ritstjóri. Fulltrúi Menntamálastofnunar.
  • S. Maggi Snorrason, varaforseti SÍF og menntaskólanemi. Fulltrúi Sambands íslenskra framhaldsskólanema.
  • Sóley Sesselja Bender, prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í kynheilbrigði. Skipuð af mennta- og menningarmálaráðuneyti.
  • Unnur Þöll Benediktsdóttir, meistaranemi. Skipuð af mennta- og menningarmálaráðuneyti.
  • Þóra Björt Sveinsdóttir, verkefnastýra og fulltrúi Stígamóta
  • Karlkyns grunnskólanemi og fulltrúi Samfés sem tók þó ekki þátt í störfum hópsins.

Hópurinn fundaði alls 13 sinnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ökukennari með 50 ára reynslu lætur borgaryfirvöld heyra það

Ökukennari með 50 ára reynslu lætur borgaryfirvöld heyra það
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndir og myndbönd frá björgunarstörfum á Suðurlandi, Húnaþingi og Vestmannaeyjum

Sjáðu myndir og myndbönd frá björgunarstörfum á Suðurlandi, Húnaþingi og Vestmannaeyjum
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi
Fréttir
Í gær

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Í gær

Eldingu sló niður í Hallgrímskirkjuturn – „Þetta var mögnuð tilviljun“

Eldingu sló niður í Hallgrímskirkjuturn – „Þetta var mögnuð tilviljun“
Fréttir
Í gær

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessir fimm framhaldsskólar eru á leið í verkfall

Þessir fimm framhaldsskólar eru á leið í verkfall
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær trygginguna endurgreidda þó að Mosfellsbær hafi borgað hana

Fær trygginguna endurgreidda þó að Mosfellsbær hafi borgað hana