Sigríður Dögg Arnardóttir, betur þekkt sem Sigga Dögg, fagnar nú sigri í máli sínu gegn íslenska ríkinu. Árið 2020 var hún skipuð í starfshóp um eflingu kynfræðslu í skólum og gagnrýndi það að meðlimir hópsins fengu ekki greitt fyrir vinnu sína. Það var baráttukonan Sólborg Guðbrandsdóttir sem leiddi hópinn sem var meðal annars ætlað að koma með tillögu um framkvæmd kennslu kynfræðslu og ofbeldisforvarna á grunn- og framhaldsskólastigi.
Síðar kom á daginn að Sólborg fékk greitt fyrir vinnu sína, en ekki hinir í hópnum. Sigga Dögg kvartaði til Umboðsmanns Alþingis. Umboðsmaður hafði samband við Menntamálaráðuneytið og komst að þeirri niðurstöðu að Sigga Dögg, sem og aðrir í starfshópnum, ættu rétt á greiðslu.
Sigga Dögg greinir frá niðurstöðunni á Facebook þar sem hún bendir konum á að standa fastar á sínu enda geti hvorki ríki né sveitarfélög krafist ókeypis vinnuframlags.
„Það borgar sig að taka slaginn!
Muniði nefndin sem ég var skipuð í um kynfræðslu, sem Sólborg fór fyrir, og ég gagnrýndi í fjölmiðlum að hefði ekki verið greitt nefndarseta… Well! Svo kom í ljós að Sólborg hafði fengið greitt en ekki við hinar svo ég kvartaði til Umboðsmanns Alþingis sem fór með málið til Menntamálaráðuneytis og eftir nokkra mánuði af fram og til baka er komin niðurstaða….
ÉG OG ALLAR HINAR EIGUM RÉTT Á GREIÐSLU!
HA!
Svo já stelpur, við þurfum að sækja það sem er réttilega okkar, það má ekki mismuna og við eigum að hætta að vinna ókeypis fyrir ríki og borg! Og það þarf að auka gagnsæi í stjórnmálum!
Föstudagur til fjár, baby!“
Starfshópurinn skilaði tillögum sínum í júlí 2021. Starfshópinn skipuðu:
Hópurinn fundaði alls 13 sinnum.