fbpx
Föstudagur 18.apríl 2025
Fréttir

Þorvaldur ómyrkur í máli: „Borg­in virðist hrein­lega vera að nýta sér ástandið“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 7. febrúar 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorvaldur Gissurarson, forstjóri og eigandi ÞG Verks, er gagnrýninn á stöðu mála hjá borginni þegar kemur að úthlutun byggingarlóða. Hann segir að ekki hafi verið brugðist við miklum lóðaskorti á höfuðborgarsvæðinu og ekki hafi orðið nein merkjanleg breyting á lóðaframboði hjá Reykjavík, hvorki síðustu árin eða eftir borgarstjóraskiptin fyrir rúmu ári.

Þorvaldur lýsir þessu í viðtali í Morgunblaðinu í dag en þar er meðal annars fjallað um áhrif hækkunar gatnagerðargjalda í Reykjavík sem að óbreyttu mun hækka íbúðaverð.

Í viðtalinu er Þorvaldur meðal annars spurður að því hversu mikið framboð verði að óbreyttu á lóðum undir fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu í ar.

Hann segir að það sé einmitt mergurinn málsins. „Það er eng­inn fyr­ir­sjá­an­leiki í því og ekki að sjá að það standi til nein­ar stór­ar breyt­ing­ar í þá átt­ina og þegar kem­ur að út­veg­un bygg­ing­ar­lóða bíður okk­ar hrein og klár eyðimörk. Við get­um ekki snúið okk­ur til neins af sveit­ar­fé­lög­un­um á höfuðborg­ar­svæðinu, enda get­ur ekk­ert þeirra út­vegað okk­ur bygg­ing­ar­lóðir,“ segir Þorvaldur við Morgunblaðið.

Þorvaldur bætir við að það hljóti að vera eðlileg krafa að sveitarfélögin tryggi eðlilegt framboð byggingarlóða á fyrirsjáanlegu verði eins og gert var áður. Lóðir í eigu einkaaðila séu dýrar og nær eingöngu þéttingarlóðir virðist vera í boði. Lóðaverð muni þrýsta upp íbúðaverði rétt eins og hækkun gatnagerðargjalda mun gera.

Spurður hvaða áhrif hækkun gatnagerðargjalda mun hafa á byggingarkostnað, segir hann: „Borg­in virðist hrein­lega vera að nýta sér ástandið í þess­um lóðaskorti til þess að ná til sín meiri tekj­um.“ Bætir hann við að hækkun gatnagerðargjalda þýði að Reykjavíkurborg taki enn stærri hluta af íbúðaverðinu til sín.

Ítarlega er fjallað um málið í Morgunblaðinu og meðal annars rætt við Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins og Líf Magneudóttur, borgarfulltrúa VG, um stöðu mála.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Í gær

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einræðisáætlun Trump er tilbúin og hann fylgir henni

Einræðisáætlun Trump er tilbúin og hann fylgir henni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Garðabæ: Hin grunaða sögð hafa átt í stormasömu sambandi við foreldra sína

Harmleikurinn í Garðabæ: Hin grunaða sögð hafa átt í stormasömu sambandi við foreldra sína
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gríðarlegur rottugangur á heimili Hackman hjónanna – Olli dauða Betsy

Gríðarlegur rottugangur á heimili Hackman hjónanna – Olli dauða Betsy