Forráðamenn Marseille hafa staðfest áhuga félagsins á því að semja við Paul Pogba en hann er án félags og má byrja að spila fótbolta í mars.
Pogba verður þá búin að afplána fjórtán mánaða bann sitt eftir að hafa fallið á lyfjaprófi.
Pogba skoaðr nú hvert hann fer en hann hefur meðal annars verið orðaður við endurkomu til Manchester United.
„Hann er leikmaður sem ég og forsetinn höfum áhuga á,“ segir Medhi Benatia yfirmaður knattspyrnumála hjá Marseille.
Félagið vildi ekki semja við Pogba í janúar en vitað er að Roberto de Zerbi stjóri Marseille hefði áhuga á Pogba.
Óvíst er hvað verður en líklegt er talið að Pogba skrifi undir hjá félagi á allra næstu vikum.