Leikmenn Arsenal eru eflaust nokkuð þungt hugsi nú þegar liðið er úr leik í báðum bikarkeppnunum á Englandi, liðið féll úr leik í deildarbikarnum í fyrradag.
Arsenal var komið í undanúrslit en fékk skell gegn Newcastle, skömmu áður féll liðið úr leik í enska deildarbikarnum.
Vonir Arsenal á að vinna bikar hafa því minnkað, liðið á veika von í ensku deildinni og er enn í Meistaradeildinni.
Til að reyna að laga sárin ákvað Mikel Arteta að fara með Arsenal liðið til Dubai þar sem það æfir næstu daga við bestu aðstæður.
Leikið er í enska bikarnum um helgina og þar er Arsenal ekki lengur á meðal liða. Ljóst er að tíminn gæti nýst Arsenal vel fyrir endasprett tímabilsins.