fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fókus

Móeiður lætur aldurinn og álit annarra ekki stoppa sig og tekur þátt í Ungfrú Ísland – „Þú getur verið gordjöss og flott á öllum aldri“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 8. febrúar 2025 09:00

Móeiður Sif Skúladóttir. Mynd/Instagram @moasif_s

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugfreyjan og fitnesskeppandinn Móeiður Sif Skúladóttir er að keppa í Ungfrú Ísland í ár. Þátttaka hennar hefur vakið talsverða athygli, þá vegna aldurs hennar en hún er elst af keppendum í ár og munar átján árum á henni og þeirri yngstu.

Móeiður er 37 ára og í blóma lífsins. Hún lætur hvorki aldurinn né álit annarra stoppa sig og er spennt fyrir að stíga á svið þann 3. apríl næstkomandi.

Móeiður Sif Skúladóttir. Mynd/Arnór Trausti

„Það kom mér samt alveg á óvart.

Móeiður viðurkennir að fyrst þegar Manuela Ósk, framkvæmdarstjóri keppninnar, heyrði í henni varðandi þátttöku að hún væri að grínast eða þetta væri einhver misskilningur.

„Ég sagði við hana: „Þú veist hvað ég er gömul, er það ekki?“ Og hún sagði að aldur skipti engu máli. Ég benti henni þá á að ég væri með tattú en hún sagði það líka vera í lagi,“ segir Móeiður.

Fyrir þetta hafði hún útilokað þann möguleika að geta tekið þátt í svona keppni.

„En auðvitað sagði ég já,“ segir hún. „Ég hef mjög gaman af svona keppnum og hef tekið þátt í nokkrum. Ég hef verið í Hawaii Tropic, ég tók þátt í Miss Bikini International í Kína í kjölfarið. Svo vann ég Samúel keppnina. Ég var einnig í Hagkaups-bæklingnum á sínum tíma og var alltaf eitthvað að módelast hér og þar og hef einhvern veginn alltaf verið athyglissjúk,“ segir hún og hlær.

„En ég bjóst við að þessum kafla í lífi mínu væri lokið því ég er komin „á aldur.“ En svo hugsaði ég: Af hverju ætti ég að hætta að gera það sem mér finnst gaman að gera því ég er komin á einhvern ákveðinn aldur. Þannig ég ákvað, bara nei, eff it, mig langar að gera þetta.“

Móeiður Sif Skúladóttir.

Misjöfn viðbrögð

Móeiður viðurkennir að hún hafi verið smá stressuð um hvað fólk myndi segja. „Ég fékk misjöfn viðbrögð frá stelpum þegar ég sagði þeim frá þessu og fékk alveg að heyra spurninguna: Ertu ekki of gömul?“ segir hún.

„En ég hugsaði að þetta væri svo ekta ég. Mig langaði að gera þetta, geggjuð tækifæri og bara gaman. Sama hvort ég lendi í einhverju sæti eða ekki. Ég ákvað að hætta að pæla hvað fólki finnst.“

Móeiður segist líta upp til söngkvennanna Svölu Björgvinsdóttur og Gwen Stefani. „Stelpur á góðum aldri en eru ótrúlega gordjöss og flottar, og eru að gera góða hluti og láta aldurinn ekkert stoppa sig, eru bara glæsilegar,“ segir hún.

Móeiður Sif Skúladóttir. Mynd/Arnór Trausti

Af hverju ekki bara að láta vaða?

„Ég hugsaði líka: Fyrst það er ekkert aldurstakmark, af hverju ætti ég ekki að láta vaða,“ segir Móeiður.

„Ég á ekki maka sem bannar mér neitt og ég á ekki börn. Af hverju ekki bara að gera þetta? Kannski líka sýna fordæmi að það má alveg fylgja hjartanu og ekki pæla í því hvort fólk mun hneykslast á þér, fólk mun alltaf finna eitthvað til að hneykslast á. Maður á bara að lifa fyrir sjálfan sig.“

Vinna með yngri stelpum

Af tuttugu keppendum í Ungfrú Ísland eru ellefu þeirra 18 ára, síðan er rest – fyrir utan Móeiði – frá 19 til 24 ára.

Móeiður lítur björtum augum á næstu mánuði að vinna með stelpunum og segist hún ná vel saman með þeim þrátt fyrir aldursmuninn, en hún á sjálf vini á breiðu aldursbili.

„Við eldumst líka öll misjafnlega. Við förum öll mismunandi leiðir í lífinu. Það eignast flestir maka og börn og svona, en ég er bara eitthvað fiðrildi doing my thing,“ segir hún og bætir við að hún vilji líka sýna að það sé allt í lagi að fara eigin leið, sama hver sú leið er.

Móeiður Sif Skúladóttir.

„Mér fannst samt ótrúlega fyndið þegar ein sem er að keppa líka, hún er átján ára, sagði mér að mamma hennar sé 38 ára, og ég er nýorðin 37 ára,“ segir hún og hlær.

„En á sama tíma sýnir þetta hvað fólk getur farið mismunandi leiðir í lífinu og sama hvað fólk gerir þá er það í lagi, við þurfum ekki öll að gera það sama. Lífið er ekki búið þó þú sért orðin þrítug. Þú getur verið gordjöss og flott á öllum aldri. Þú getur verið áttræð og geggjað flott og algjör skvísa.“

Tímarnir hafa breyst og keppnirnar líka

Móeiður segist meðvituð um að sumir séu með fordóma fyrir keppnum á borð við Ungfrú Ísland en segir enga megrunarmenningu né útlitsdýrkun eiga sér stað. Hún segir að stelpurnar séu hvattar til að lifa heilbrigðu líferni án öfga og að andrúmsloftið sé jákvætt og skemmtilegt.

„Það eru margir með fordóma fyrir svona keppnum, en tímarnir hafa breyst og keppnirnar líka,“ segir hún.

„Ég vildi óska þess að fleiri konur myndu gera þetta á mínum aldri. Við eldumst öll og það má sýna það, það þarf ekki alltaf að vera á þessum aldri, því lífið heldur áfram og maður getur haldið áfram að gera það sem manni finnst gaman.“

Móeiður var gestur í Fókus, spjallþætti DV, síðasta haust. Hún opnaði sig um átröskun sem hún glímdi við í næstum einn og hálfan áratug, bataferlið og hvernig hún lærði að lifa með sjúkdómnum. Hún sagði frá fitnessheiminum, hvernig það hafi verið að búa sig undir keppni í bataferlinu og svo að stíga loksins á svið eftir tveggja ára bið. Það hafði lengi verið draumur hjá Móeiði að starfa sem flugfreyja og rættist hann árið 2022. Í dag starfar hún hjá Icelandair og getur hún ekki ímyndað sér að vinna við eitthvað annað. Hún lýsir flugfreyjulífinu og segir frá ýmsu sem margir vita ekki um starfið.

Horfðu á þáttinn hér eða hlustaðu á Spotify.

Fylgstu með Móeiði á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það getur breytt lífi barna ef það er einn fullorðinn einstaklingur sem barnið getur treyst á“

„Það getur breytt lífi barna ef það er einn fullorðinn einstaklingur sem barnið getur treyst á“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég elska líka þegar hún tosar mig niður á jörðina og lætur mig heyra það þegar ég er kominn eitthvað út í rassgat“

„Ég elska líka þegar hún tosar mig niður á jörðina og lætur mig heyra það þegar ég er kominn eitthvað út í rassgat“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kim Kardashian sögð verulega ósátt eftir skandalinn á Grammy-hátíðinni

Kim Kardashian sögð verulega ósátt eftir skandalinn á Grammy-hátíðinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Melania er meira en bara konan bak við Trump – „Hún er mjög góð í að koma jafnvægi á manninn sinn“

Melania er meira en bara konan bak við Trump – „Hún er mjög góð í að koma jafnvægi á manninn sinn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jóhannes Haukur lætur höggin dynja á Kaftein Ameríka- „Þarftu pásu?“

Jóhannes Haukur lætur höggin dynja á Kaftein Ameríka- „Þarftu pásu?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vin Diesel lullar í lægsta gír

Vin Diesel lullar í lægsta gír