Anna Vakili stjarna úr Love Island þáttunum í Bretlandi greinir frá því að giftur leikmaður Arsenal hafi sent sér skilaboð á Instagram.
Þar var hann að aðdra við Anna sem var vinsæl í þáttunum á sínum tíma.
Anna sem er 33 ára gömul sagði frá þessu í nýlegu viðtali. „Ég var með leikmann Arsenal sem var alltaf að senda mér skilaboð,“ segir Anna.
„Það var virkilega slæmt því hann er giftur og á börn, hann er með myndir af þeim út um allt á Instagram hjá sér. Ég skil ekki hvað hann var að hugsa.“
Líklega eru einhverjar eiginkonur leikmanna Arsenal að fara í gegnum símana þeirra þessa stundina.
Anna segist þó hafa mest haft gaman af skilaboðum frá Lee Ryan úr hljómsveitinni Blue. „Það voru furðulegustu skilaboðin því ég ólst upp við að dýrka hann,“ sagði Anna.