Danski markvörðurinn Mathias Rosenörn er genginn í raðir FH á frjálsri sölu.
Rosenörn yfirgaf Stjörnuna eftir síðustu leiktíð, en þar var hann að mestu varaskeifa fyrir Árna Snæ Ólafsson.
Hefur kappinn síðan verið sterklega orðaður við FH og nú eru skiptin gengin í gegn.
Rösenörn, sem hefur einnig leikið fyrir Keflavík hér á landi, skrifar undir tveggja ára samning í Hafnarfirðinum.
FH hafnaði í sjötta sæti Bestu deildar karla á síðustu leiktíð.
Mathias Rosenörn hefur skrifað undir tveggja ára samning við Fimleikafélagið ✍️
Mathias kemur til liðsins á frjálsri sölu.
Vertu hjartanlega velkominn Mathias! 👊#ViðErumFH pic.twitter.com/l14Zjswnml— FHingar (@fhingar) February 6, 2025