fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Fókus

Lögmaður Johnny Depp deilir áliti sínu á nýjasta dómstóladrama Hollywood – „Þetta er frumlegt“

Fókus
Fimmtudaginn 6. febrúar 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér á Íslandi er nú að ganga yfir heljarinnar stormur, en þessi stormur bliknar þó í samanburði við þann storm sem á sér stað í Hollywood í deilum leikaranna Justin Baldoni og Blake Lively.

Þau freista þess nú að fá úr því skorið fyrir dómstólum hvort þeirra sé fórnarlamb ófrægingarherferðar og hvort þeirra eigi skilið að tapa mannorðinu.

Nýjustu vendingar málsins eru þær að dómari hefur nú beðið leikarana að hætta að reka málið í fjölmiðlum, en lögmaður Baldoni hefur verið yfirlýsingaglaður í umræðunni og Baldoni tók sig svo til og opnaði sérstaka heimasíðu til að birta gögn í málinu sem hann telur hreinsa sig af ásökunum Lively um meinta kynferðislega áreitni.

Sjá einnig: Blake Lively kærir Baldoni fyrir kynferðislega áreitni á tökustað – Vildi ekki fleiri kynlífsatriði

Þessar deilur þykja svo ævintýralegar að Hollywood hafi ekki séð annað eins síðan fyrrum leikarahjónin Johnny Depp og Amber Heard tókust á fyrir dómstólum um meint heimilisofbeldi Depp og meiðyrði Heard.

Benjamin Chew var einn lögmanna Depp og ræddi nýlega við miðilinn Law&Crime um deilur Baldoni og Lively. Þar sagði Chew að Baldoni væri mjög klókur að opna áðurnefnda heimasíðu. Hann sé nú búinn að snúa vörn í frekar herskáa sókn.

„Vanalega hefði maður aldrei gert nokkuð slíkt fyrir aðalmeðferð. Þetta er frumleg og hugrökk nálgun hjá honum.“

Sjá einnig: Ævintýralega dramað heldur áfram – Dómari slær á fingur leikaranna og biður þau að hætta að reka málið fyrir fjölmiðlum

Chew neitaði þó að taka afstöðu í málinu og sagðist horfa á það hlutlausum augum. Hann tók þó sérstaklega fram að málfutningur Lively til þessa byggi helst á fullyrðingum í stefnu. Baldoni hafi birt fjölbreyttari sönnunargögn á borð við mikið magn smáskilaboða og óklippt atriði úr kvikmyndinni It Ends With Us.

Fyrir þá sem ekki hafa fylgst með málinu þá má einmitt rekja deilur leikaranna til kvikmyndarinnar. Lively heldur því fram að Baldoni hafi komið fram með óboðlegum hætti. Hann hafi líkamssmánað hana, áreitt og skapað eitraðar vinnuaðstæður. Baldoni sakar Lively um lygar og segir hana hafa mætt á tökustað með frekju og yfirgang. Hún hafi reynt að grípa fram fyrir hendur Baldoni, sem jafnframt var leikstjóri myndarinnar. Hún hafi endurskrifað heilu atriðin og heimtað að fá að vera með í ráðum varðandi klippingu, uppsetningu og framleiðslu myndarinnar. Nokkuð sem Baldoni hafi sett sig gegn og fyrir vikið verið sakaður um áreitni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Melania er meira en bara konan bak við Trump – „Hún er mjög góð í að koma jafnvægi á manninn sinn“

Melania er meira en bara konan bak við Trump – „Hún er mjög góð í að koma jafnvægi á manninn sinn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Klámstjarnan segir að svona geti karlar drepið allan losta á einu augabragði

Klámstjarnan segir að svona geti karlar drepið allan losta á einu augabragði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ljósbrot hlaut aðalverðlaunin í Gautaborg

Ljósbrot hlaut aðalverðlaunin í Gautaborg
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Massaður hálf nakinn lögmaður sem gefur ekkert eftir

Vikan á Instagram – Massaður hálf nakinn lögmaður sem gefur ekkert eftir
Fókus
Fyrir 5 dögum

Páll Óskar sýnir umbúðirnar eftir kjálkabrotið – „Ég er ótrúlega hissa“- Myndband

Páll Óskar sýnir umbúðirnar eftir kjálkabrotið – „Ég er ótrúlega hissa“- Myndband
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stebbi JAK gerir upp árásina: „Það voru allavegana tólf manns sem voru að reyna að valda mér skaða og náðu því töluvert“

Stebbi JAK gerir upp árásina: „Það voru allavegana tólf manns sem voru að reyna að valda mér skaða og náðu því töluvert“