fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
433Sport

Þorsteinn aftur í Kópavoginn – Nú keyptur frá Val

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 6. febrúar 2025 12:00

Mynd: HK

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Aron Antonsson er genginn í raðir HK frá Val á nýjan leik, en nú skrifar hann undir þriggja ára samning við félagið.

Þessi 21 árs gamli miðvörður lék með HK á láni frá Val á síðustu leiktíð, en Kópavogsfélagið féll þá úr Bestu deildinni. Þorsteinn tekur slaginn með liðinu í Lengjudeildinni.

Þorsteinn er uppalinn á Selfossi en hefur einnig leikið með Val, Stjörnunni og verið í akademíu hjá Fulham á ferlinum.

Tilkynning HK
HK og Valur hafa komist að samkomulagi um félagaskipti Þorsteins Arons Antonssonar og gerir hann samning við HK út leiktíðina 2027. Þorsteinn er öllum hnútum kunnugur í Kórnum en hann lék með liðinu seinasta sumar við góðan orðstír. Í 25 leikjum skoraði hann þrjú mörk og voru öll þeirra sigurmörk gegn Fram.

Þorsteinn er 21 árs miðvörður (2004) sem er uppalinn hjá Selfossi en hefur einnig leikið með Val, Stjörnunni og verið í akademíu hjá Fulham. Hann á að baki 18 leiki fyrir yngri landslið Íslands og var m.a. hluti af U21 árs landsliðinu í nóvember sl.

Það er mikil ánægja með að Þorsteinn sé orðinn HK-ingur og hlökkum við mikið til að sjá hann blómstra í rauðu og hvítu treyjunni!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Biðst afsökunar eftir slæmt 5-1 tap í Evrópu – ,,Gerðum einfaldlega ekki nóg“

Biðst afsökunar eftir slæmt 5-1 tap í Evrópu – ,,Gerðum einfaldlega ekki nóg“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bjarni rakst á Viðar Örn á Greifanum á dögunum – Sagðist hvorki skilja upp né niður í umræðunni

Bjarni rakst á Viðar Örn á Greifanum á dögunum – Sagðist hvorki skilja upp né niður í umræðunni
433Sport
Í gær

Þess vegna megi búast við algjörri sturlun í Liverpool í sumar

Þess vegna megi búast við algjörri sturlun í Liverpool í sumar
433Sport
Í gær

Fær miklu minni upphæð í leikmannakaup ef liðið kemst ekki í Meistaradeildina

Fær miklu minni upphæð í leikmannakaup ef liðið kemst ekki í Meistaradeildina