fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Fréttir

Tekur upp boltann fyrir Brynjar Karl – „Vil frekar þjálfara með ástríðu en flatan karakter sem mótiverar ekkert“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 6. febrúar 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið hefur verið rætt og ritað um Brynjar Karl Sigurðsson, körfuboltaþjálfara og eiganda kvennaliðsins Aþenu, undanfarna daga á samfélagsmiðlum og í fréttum. Þjálfarastíll hans er afar umdeildur og segja margir hann hreinlega stunda ofbeldi gagnvart leikmönnum sínum. 

Umræðan náði hámarki fyrir viku eftir að Bjarney Láru Bjarnadóttir, íþróttafræðingur og framkvæmdastjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar, sagðist ekki geta þagað lengur. Framkoma Brynjars sé óverjandi og óskiljanlegt hvers vegna fólk sé sífellt tilbúið að verja hann.

Sjá einnig: Segir ótrúlegt að fólk sé enn tilbúið að verja framkomu Brynjars Karls – „Ég get allavega ekki þagað lengur“

Birti myndband sér til varnar

Margir tóku í sama streng en aðrir stigu upp Brynjari Karli til varnar, þar á meðal eiginkona hans. Meistaraflokkur Aþenu sendi einnig frá sér yfirlýsingu og í gær birti Brynjar Karl myndband þar sem heyra má samkipti hans við leikmanninn í ofangreindu myndbandi og til samanburðar samskipti þjálfara karlaliða og neikvæðan orðaflaum þeirra í viðtölum eftir leiki.

Sjá einnig: Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“

„Brynjar er alls ekki allra, hann hefur gaman af því að stuða, ögra og tekur ekki alltaf þátt í leikreglum samfélagsins“

„Ég þekki Brynjar Karl vel, hef unnið með honum, þjálfað með honum og er hann í dag einn af mínum traustustu vinum.

Brynjar er alls ekki allra, hann hefur gaman af því að stuða, ögra og tekur ekki alltaf þátt í leikreglum samfélagsins. Ég hef ekki rökrætt (rifist?) við nokkurn mann jafn mikið og Brynjar Karl,“

segir Bryndís Gunnlaugsdóttir lögfræðingur í færslu á Facebook þar sem hún tekur upp hanskann fyrir Brynjar Karl.

Bryndís hefur komið víða við sem leikmaður og þjálfari. Hún lék með Grindavík, Breiðabliki, ÍR, Ármanni, Fjölni og Stjörnunni. Sem þjálfari starfaði hún hjá Stjörnunni, ÍR, Ármanni og hjá Grindavík. Bryndís sat lengi í stjórn KKÍ og hlaut silfurmerki sambandsins að lokinni stjórnarsetu.

Segir miklar tilfinningar fylgja íþróttum

„Þjálfunarstíll Brynjars er líka öðruvísi en flestra,“ segir Bryndís, sem segist ekki hafa skilið stíl hans fyrst, en áttað sig þegar leið á þjálfunina.

„Brynjari er alveg sama um körfubolta og alveg sama hvort liðið hans vinni eða tapi. Eina sem skiptir Brynjar máli er að sjá iðkendur sýna vaxa og efla sinn karakter til árangurs í lífinu. Og síðan að iðkendur taki þann lærdóm og hjálpi næstu kynslóð við hið sama. Brynjar beitir ekki ofbeldi en þjálfunin er svo sannarlega ekki allra og það er allt í lagi að allir þjálfarar og öll lið séu ekki eins.“

Bryndís bendir á að miklar tilfinningar fylgi íþróttum,

„tilfinningar sem koma hraðar fram en almennt gengur og gerist í lífinu (t.d. skóla og vinnustað). Þess vegna elskum við íþróttir, tilfinningarnar eru hráar, orkustigið mikið og íþróttafólk vill vinna. Íþróttir eru þess vegna fullkominn vettvangur til að æfa sig fyrir lífið. Staður þar sem mistök er eina leiðin í átt að því að verða betri. Það er engin tilviljun að rannsókn eftir rannsókn sýnir það sig að „girls who play sports become women who lead“. Íþróttir kenna okkur svo mikið.“

Segir myndbandið sýna að það er ekkert ofbeldi í gangi

Bryndís segir ofangreint myndband af Brynjari Karli sýna svo innilega að það er ekkert ofbeldi í gangi.

„Ég sjálf sem þjálfari hef „slegið“ til leikmanns einmitt í svona tón til að hvetja leikmann til að skjóta. Reyndar er þetta ekki í mínum huga „slegið“ heldur ýta aðeins við og hvetja áfram. Ástríðan er mikil og þegar myndbandið er spilað og eingöngu horft á líkamstjáninguna þá lítur þetta illa út. En það verður að horfa þetta í réttu samhengi. Ég vil frekar þjálfara með ástríðu en flatan karakter sem mótiverar ekkert.“

Segir önnur lið hafa bætt sig til að líta ekki illa út í gagnrýninni

Bryndís segir Brynjar vin sinn vera fyrrverandi karlrembu sem vill auka jafnrétti innan íþróttahreyfingarinnar. 

„Það leynist engum að hans aðferðir eru ekki eins og við erum vön en það breytir því ekki að hans aðferðir hafa skilað árangri því mörg lið sem hafa gagnrýnt Brynjar hafa þurft að bæta sig kvennamegin til þess að líta ekki illa út í gagnrýni sinni á hann. Það er samt enn langt í land en jafnréttisbaráttan verður ekki sigruð fyrr en fleiri karlmenn taka þátt í henni og fleiri aðferðum verður beitt.

Allar baráttur þurfa einhvern sem gengur lengra en hinir, gerir hlutina öðruvísi og ruggar bátnum. Brynjar er að gera það í körfuboltanum.“

Bryndís spyr hvar félagið og þeir sem gagnrýna Brynjar Karl voru þegar perrar voru raðnir til þjálfarastarfa:

„Hvar var ÍSÍ og allir þessir lukkuriddarar sem hafa komið fram síðustu ár gegn Brynjari þegar ítrekað voru perrar að þjálfa í yngri flokkum og mfl.? Af hverju reis ekki ÍSÍ upp þegar þekktur perri sem hafði þjálfað kvenfólk og misnotað sína aðstöðu gagnvart þeim var ráðinn til starfa hjá sérsambandi á Engjaveginn?

Af hverju má „öskra“ á karlmenn í mfl. en ekki konur í mfl.?“

Bryndís hvetur fólk til að horfa á myndbandið sem Brynjar Karl deildi til enda. 

„Ég hvet ykkur líka til þess að heyra í Brynjari og fólkinu hjá Aþenu og mæta í heimsókn og horfa á eina eða fleiri æfingar. Það er nefnilega allt opið hjá þeim og öll velkomin, bæði aðdáendur, gagnrýnendur og líka bara þið sem eruð forvitin.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“
Fréttir
Í gær

Kona réðst á lögreglumenn á bráðamóttökunni

Kona réðst á lögreglumenn á bráðamóttökunni
Fréttir
Í gær

Furðuleg sjón blasti við lögreglu í því sem átti að vera venjulegt útkall – Má hafa samfarir við barnakynlífsdúkkur og taka af því myndir?

Furðuleg sjón blasti við lögreglu í því sem átti að vera venjulegt útkall – Má hafa samfarir við barnakynlífsdúkkur og taka af því myndir?
Fréttir
Í gær

Veðurstofan uppfærir spána og gefur út rauðar viðvaranir um næstum allt land – Foktjón líklegt og ekkert ferðaveður

Veðurstofan uppfærir spána og gefur út rauðar viðvaranir um næstum allt land – Foktjón líklegt og ekkert ferðaveður
Fréttir
Í gær

Hulda María segir að þetta gleymist í umræðunni um verkföll kennara

Hulda María segir að þetta gleymist í umræðunni um verkföll kennara