Ljóst má vera að Ruben Amorim stjóri Manchester United er í stórkostlegum vandræðum með liðið sitt. Hann hefur tapað fimm af fyrstu sjö heimaleikjum sínum í deildinni.
Gengi United hefur versnað frá því að Amorim tók við af Erik ten Hag í nóvember.
Sem dæmi tók það Erik ten Hag 28 heimaleiki að tapa fimm á Old Trafford, Jose Mourinho stýrði United í rúm tvö ár en tapaði ekki fimm heimaleikjum.
Amorim tók við United í þrettánda sæti deildarinnar og þar situr liðið áfram nú þegar hann hefur stýrt þrettán deildarleikjum.
Markatala liðsins hefur versnað undir stjórn Amorim og krafturinn sem vonast var eftir að Amorim kæmi með hefur engu skilað.
Ljóst er að stjórinn þarf að snúa taflinu við ef hann ætlar ekki að enda á sömu leið og Erik ten Hag.