fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
433Sport

Kynnti ‘Mission 21’ hjá Manchester United á dögunum – Gefur sér þrjú ár til að klára það

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 6. febrúar 2025 18:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sir Dave Brailsford nánasti samastarfsmaður Sir Jim Ratcliffe hefur sett af stað ‘Mission 21’ hjá Manchester United og kynnt það fyrir starfsfólki félagsins.

Verkefnið snýst um það að Manchester United vinni ensku deildina í 21 skiptið. Gefur United sé þrjú ár til að afreka það.

Samkvæmt enskum blöðum er kaupstefna United byggð í kringum þetta, kaupa á yngri leikmenn sem eru klárir að láta til skara skríða á næstu árum.

United fagnar 150 ára afmæli sínu árið 2028 og vilja Ratcliffe og Brailsford að liðið sé búið að klára verkefnið fyrir þann tíma.

Þetta var kynnt fyrir starfsfólki félagsins á dögunum en þar var einnig rætt um Mission 1, stefnt er að því að kvennalið félagsins vinni deildina í fyrsta sinn á næstu árum.

Miðað við stöðu United í dag er ekki líklegt að liðið vinni deildina á næstu þremur árum en Brailsford segist vera með planið á hreinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skrifar aftur undir í London

Skrifar aftur undir í London
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ótrúleg tölfræði – Má vera ansi ósáttur með liðsfélaga sína

Ótrúleg tölfræði – Má vera ansi ósáttur með liðsfélaga sína
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þorsteinn aftur í Kópavoginn – Nú keyptur frá Val

Þorsteinn aftur í Kópavoginn – Nú keyptur frá Val
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ungur Dani í ensku úrvalsdeildina á rúman milljarð

Ungur Dani í ensku úrvalsdeildina á rúman milljarð