Um seinni leik liðanna var að ræða. Newcastle vann fyrri leikinn í London 2-0 og niðurstaðan varð sú sama í gær, samanlagt 4-0 og Newcastle komið í úrslit gegn annað hvort Tottenham eða Liverpool.
„Þvílíkt kvöld í Newcastle. Takk kærlega fyrir að bjóða mér á þennan goðsagnakennda leik og að sjá svona vel um okkur. Þetta var yndislegt kvöld og þarna var draumur minn úr barnæsku að rætast, en ég hef verið aðdáandi liðsins frá 11 ára aldri,“ segir Víkingur í færslu á Instagram.
„Það að fá að upplifa svo auðveldan sigur á Arsenal og að fara í bikarúrslit var ótrúlegt og ég mun aldrei gleyma látunum á vellinum,“ segir hann enn fremur.
Víkingur er svo með tónleika á Englandi í kvöld. Hann var í fréttum á dögunum þegar hann vann til Grammy-verðlauna í flokki bestu einleikara í klassískri tónlist fyrir flutning sinn á Goldberg-tilbrigðunum eftir Bach. Newcastle óskaði honum til hamingju með þann mikla heiður, eins og sjá má í færslunni hér neðar.
Hér að neðan má sjá myndir sem Víkingur birti í gær (ef færslan birtist ekki má prófa að endurhlaða síðuna).
View this post on Instagram