Í frétt AP kemur fram að Steven hafi myrt hinn 28 ára gamla Clint Dobson sem var prestur í NorthPointe-baptistakirkjunni í Arlington. Réðst Steven á hann með ofbeldi í kirkjunni og kæfði hann með því að setja plastpoka yfir höfuð hans. Ritari í kirkjunni, hin 67 ára gamla Judy Elliott, var einnig lamin illa en komst lífs af.
Æska Stevens litaðist af mikilli vanrækslu og komst hann fyrst í kast við lögin þegar hann var aðeins sex ára gamall, meðal annars fyrir þjófnað og skemmdarverk.