Musk, sem stýrir vinnu við niðurskurð í ríkisútgjöldum, hefur látið starfsfólk sitt loka fyrir aðgang fjölda háttsettra embættismanna að gagnagrunnum, þar á meðal Enterprise Human Resources Integration, sem inniheldur upplýsingar um fæðingardag starfsfólks, kennitölur, laun og starfsaldur.
Reuters segir að viðkomandi embættismenn geti enn skráð sig inn og fengið aðgang að tölvupósti sínum og fleiru en ekki að stórum gagnagrunnum sem ná yfir nær allt það sem varðar starfsemi hins opinbera.
„Við vitum ekki hvað þau gera með tölvukerfin og gagnagrunnana,“ sagði embættismaður í samtali við Reuters.