Ruben Amorim stjóri Manchester United vonast til að næsta sumar geti hann farið að styrkja lið sitt almennilega og gera það eftir sínu höfði.
Ensk blöð segja að Amorim vilji sækja tvo fyrrum leikmenn sína frá Sporting Lisbon.
Geovany Quenda vængbakvörður og Victor Gyokeres framherji Sporting eru sagðir ofarlega á blaði.
Amorim vill líka styrkja vörnin og miðsvæði sitt og Ederson miðjumaður Atalanta er þar nefndur til leiks.
Til að þetta gangi eftir þarf United að selja leikmenn og þar eru Marcus Rashford og Alejandro Garnacho sagðir líklegir.
Mögulegt lið United: Onana; Dorgu, De Ligt, Branthwaite, Yoro, Quenda; Ugarte, Ederson, Fernandes; Amad, Gyokeres.