fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fréttir

Saklaus af kynferðisbroti en fær ekki hærri bætur

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 5. febrúar 2025 18:30

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað því að maður nokkur, sem grunaður var um kynferðisbrot í kjölfar ábendingar sem barst lögreglu en var hreinsaður af öllum grun eftir að hafa undirgengist bæði DNA-rannsókn og rannsókn á innihaldi farsíma hans, eigi rétt á hærri miskabótum en honum voru upphaflega boðnar af ríkinu.

Árið 2022 birti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu opinberlega myndir úr öryggismyndavélum og lýsti eftir þeim sem á þeim birtist. Var þetta gert vegna rannsóknar á kynferðisbroti. Í kjölfarið barst henni ábending um að á myndunum mætti sjá manninn. Var hann boðaður í skýrslutöku og veitti þar lögreglunni heimild til að afla gagna um farsímanotkun hans og samþykkti að gangast undir DNA-rannsókn. Sýndu gögn úr þessum rannsóknum fram á að maðurinn var ekki viðriðinn málið og var honum tilkynnt haustið 2022 að rannsókn málsins hefði verið hætt.

Ári síðar krafðist maðurinn miskabóta frá ríkinu sem bauð honum 150.000 krónur auk 217.000 króna í lögmannskostnað.

Því boði hafnaði maðurinn og krafðist 900.000 króna auk vaxta og dráttarvaxta og höfðaði mál á hendur ríkinu. Vísaði maðurinn til ákvæða laga um meðferð sakamála um bótarétt sé mál á hendur manni fellt niður. Sagði hann að um hafi verið að ræða afar íþyngjandi aðgerðir sem hafi verið óþarfar og valdið honum og fjölskyldu hans verulegu álagi. Ekkert í gögnum sakamálsins réttlæti það að leggja íþyngjandi rannsóknarráðstafanir á hann. Hafi þetta valdið honum auknum miska. Grunurinn í hans garð hafi verið algerlega órökstuddur.

Ekki tilhæfulaust

Ríkið andmælti því að aðgerðirnar í garð mannsins hafi verið tilhæfulausar. Ábendingar hafi borist um að maðurinn kynni að vera sá sem lýst var eftir í fjölmiðlum vegna málsins. Maðurinn hafi enn fremur ekki sýnt fram á að hann hafi orðið fyrir miska eða málið hafi stuðlað að auknu álagi á fjölskyldu hans.

Sagði ríkið kröfu mannsins allt of háa og ekki í neinu samræmi við bótagreiðslur í sambærilegum málum. Engin gögn sýni fram á bæturnar sem honum hafi verið boðnar í upphafi hafi verið of lágar.

Það er niðurstaða héraðsdóms að maðurinn hafi ekki sýnt fram á að rannsóknaraðgerðir lögreglu hafi verið óþarfar. Þá hafi hann ekki lagt fram gögn eða rökstutt nánar að hann hafi orðið fyrir auknum miska eða að málið hafi valdið fjölskyldu hans álagi.

Manninum voru því dæmdar sömu bætur, 150.000 krónur, og honum voru upphaflega boðnar, á grundvelli ákvæða laga um bætur vegna niðurfellingu sakamála, auk vaxta og dráttarvaxta. Lögmannskostnaður hans er greiddur úr ríkissjóði, þar sem maðurinn hlaut gjafsókn en dómurinn féllst ekki á tímaskýrslu lögmanns mannsins þar sem tímafjöldinn þótti úr hófi og ekki í samræmi við eðli og umfang málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Bendir á að vont heldur áfram að versna á meðan þingmenn deila um herbergi – „Virðist sú saga engan endi taka“

Bendir á að vont heldur áfram að versna á meðan þingmenn deila um herbergi – „Virðist sú saga engan endi taka“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Veðurstofan uppfærir spána og gefur út rauðar viðvaranir um næstum allt land – Foktjón líklegt og ekkert ferðaveður

Veðurstofan uppfærir spána og gefur út rauðar viðvaranir um næstum allt land – Foktjón líklegt og ekkert ferðaveður
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Guðrún boðar til fundar – Er hún á leið í formanninn?

Guðrún boðar til fundar – Er hún á leið í formanninn?
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Foreldrar á landsbyggðinni töpuðu á sumarfríinu

Foreldrar á landsbyggðinni töpuðu á sumarfríinu
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Svanfríður var á vettvangi hryllingsins í Svíþjóð: „Ofboðslega blóðugur manneskjur, mikil öskur, angist og skothríðin svakaleg“

Svanfríður var á vettvangi hryllingsins í Svíþjóð: „Ofboðslega blóðugur manneskjur, mikil öskur, angist og skothríðin svakaleg“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Musk dreymdi um þetta – Ísdrottningin gerði út af við drauminn

Musk dreymdi um þetta – Ísdrottningin gerði út af við drauminn
Fréttir
Í gær

Sló barnsmóður sína í andlitið þegar hún hélt á syni þeirra

Sló barnsmóður sína í andlitið þegar hún hélt á syni þeirra
Fréttir
Í gær

Framhaldsskólakennari varar Church Bros við fordómafullum biblíutextum – „Tvíeggja sverð“

Framhaldsskólakennari varar Church Bros við fordómafullum biblíutextum – „Tvíeggja sverð“