Manchester United goðsögnin Rio Ferdinand vill sjá félagið gefa Paul Pogba annan séns hjá félaginu.
Pogba er án félags, en Juventus rifti samningi hans í kjölfar þess að hann var dæmdur í fjögurra ára bann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Það bann var stytt og er Frakkanum frjálst að spila frá og með mars á þessu ári.
Pogba kom til United ungur að árum en yfirgaf félagið 2012 fyrir Juventus. Hann var svo keyptur aftur til United á um 90 milljónir punda 2016, áður en hann fór aftur frítt til Juventus 2022.
„Vonandi er hann að fara eitthvað. Hann hlýtur að finna lið. Ég vil sjá United leyfa honum að æfa og sjá hvað hann getur, koma sér í stand,“ segir Ferdinand.