fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Matur

„Það vantar meiri kærleik!“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 5. febrúar 2025 15:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það hefur lengi verið þrætuepli meðal málsmetandi manna hvort ananas eigi heima á pizzum. Við sneiðum hjá þeim átökum og segjum að kærleikurinn eigi svo sannarlega heima á pizzum,“

segir listamaðurinn Tolli Morthens.

Kærleikur er ný tegund af pizzu 

Í tilefni af 10 ára afmæli veitingastaðarins Flatbökunnar hafa eigendurnir og Tolli tekið höndum saman og bjóða nú íslendingum að gæða sér á ljúffengum kærleikspizzum í febrúar. Pizzurnar koma í tveimur tegundum, kjöt og grænmetis en báðar eru seldar til stuðnings Sollusjóðsins sem styrkir fanga að lokinni betrunarvist við að aðlagast samfélaginu á ný með menntun, sjálfstyrkingu og sérfræðiaðstoð.

„Það hefur lengi verið þrætuepli meðal málsmetandi manna hvort ananas eigi heima á pizzum. Við sneiðum hjá þeim átökum og segjum að kærleikurinn eigi svo sannarlega heima á pizzum,” segir Tolli sem stendur í stafni verkefnisins ásamt félögum sínum. 

Eitt þúsund krónur renna til Sollusjóðs af hverri seldri Kærleiks-pizzu á meðan hún verður á matseðli Flatbökunnar. 

Leikgleðin er nauðsynleg í erfiðum málaflokki

Tolli stofnaði ásamt góðum hópi góðgerðarfélagið Bata sem rekur Batahús, sem er úrræði fyrir fanga af báðum kynjum sem koma á ný út í samfélagið í bata. 

„Það er nauðsynlegt að brjóta sig öðru hvoru út úr alvarleika verkefnanna og bjóða upp á smá leikgleði. Þetta verkefni er leið fyrir almenning að leggja okkur lið í verkefnum Sollusjóðsins en ekki síður tækifæri til að ræða málaflokkinn sem sannarlega stendur frammi fyrir ýmsum áskorunum. Það þarf að gera það jöfnum höndum en ekki bara þegar út af ber,” segir Tolli.

Bjóða nýjum félagsmálaráðherra í kærleikspizzu 

„Fyrst opnuðum við Batahús fyrir karla sem voru að koma út í lífið eftir betrun en svo fylgdum við því eftir með kvennaúrræði ári seinna. Skilningur og stuðningur ráðherra félagsmála hefur skipt miklu máli. Fyrst með Ásmundi Einari og síðar Guðmundi Inga. Okkur hlakkar til að kynna úrræðin fyrir Ingu Sæland nýjum félagsmálaráðherra.” 

Sollusjóður

Sollusjóður var stofnaður árið 2021 af Bata góðgerðarfélagi og starfar sjálfstætt samhliða því. Tilgangur sjóðsins er að styðja skjólstæðinga Bata við að aðlagast samfélaginu að lokinni fangavist, meðal annars með menntun, sjálfstyrkingu og sérfræðiaðstoð. Frá stofnun hefur Sollusjóður veitt styrki að andvirði tæplega 13 milljóna króna í um 160 mismunandi verkefni. Styrkirnir hafa meðal annars farið í vímuefnameðferð, sjúkraþjálfun, grunn tannlæknaþjónustu, fjölbreytt námskeið og nám í framhaldsskólum. Sjóðurinn gegnir lykilhlutverki í bataferli skjólstæðinga Bata og gerir þeim kleift að nýta sér fjölbreyttar bataaðferðir. Fjármögnun styrkja hefur komið úr ýmsum áttum, en að stórum hluta frá nánasta umhverfi félagsmanna Bata góðgerðarfélags. 

Funguys Creative framleiddi sérstakt kynningarmyndband um framleiðslu kærleikspizzunnar sem sannarlega hefur hitt í mark. Þar má sjá þá Tolla og rapparann Kristmund Axel Kristmundsson smíða Kærleikspizzuna frá grunni.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival
Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Hide picture