Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að lýsa yfir hættustigi Almannavarna á öllum löndum.
Þetta kemur fram í tilkynningu Almannavarna. Ákvörðunin var tekin að höfðu samráði við lögreglustjórana á Höfuðborgarsvæðinu, Vesturlandi, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra, Austurlandi, Vestmannaeyjum, Suðurlandi og Suðurnesjum. Hættustig Almannavarna gildir frá og með klukkan 15:00 í dag og gildir þar til veðrið gengur niður á morgun, fimmtudaginn 6. febrúar.
Í tilkynningunni er minnt á að eðrið gengur yfir landið á mismunandi tíma með mismiklum áhrifum og er fólk hvatt til að fylgjast með á vef Veðurstofunnar http://www.vedur.is og með færð á vegum er hægt að á vef Vegagerðarinnar http://www.umferdin.is.
Í tilkynningunni er ítrekað að veðrinu sem er spáð geti valdið miklum samfélagslegum áhrifum og geti valdið tjóni. Einnig geti það haft mikil áhrif á þjónustu, innviði og samgöngur á landi og lofti.