Arne Slot, stjóri Liverpool, getur vel sætt sig við að félagið hafi ekki styrkt leikmannahópinn á markaðnum í janúar.
Slot tók við fyrir tímabil og fékk aðeins einn leikmann, Federico Chiesa, til liðs við sig. Þó er liðið með 6 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og á leik til góða.
„Það eru kannski ekki margir stjórar með eins góðan hóp og ég. Við erum með mjög góðan hóp og ef þú horfir á töfluna hafa þeir þakkað traustið,“ segir Slot.
„Fyrir utan Trent eru allir heilir í dag. Það var ekki ástæða til að bæta við hópinn nema rétta tækifærið kæmi.“