Þrjátíu og eins árs gömul kona hefur verið ákærð fyrir brot gegn valdstjórninni. Er henni gefið að sök að hafa aðfaranótt sunnudagsins 21. maí árið 2023 veist að tveimur lögreglumönnum, sem voru við skyldustörf, við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi.
Hún er sökuð um að hrækja í auga annars lögreglumannsins. Hún er jafnframt sökuð um að skalla hinn lögreglumanninn í andlitið með þeim afleiðingum að hann fékk högg á nef og kinnbein.
Málið gegn konunni verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann 13. febrúar næstkomandi.