Kona var sakfelld í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir fjögur umferðarlagabrot og eitt barnaverndarlagabrot.
Um var að ræða fjögur tilvik af akstri eftir Suðurlandsvegi þar sem konan ók undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Í einu tilvikanna var barnungur sonur hennar farþegi í bílnum og var hún því ákærð fyrir barnaverndarlagabrot. Var hún sökuð um að hafa misboðið drengnum þannig að lífi hans eða heilsu var hætta búin.
Konan játaði brot sín fyrir dómi og var dæmd í 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Hún var svipt ökurétti í 30 mánuði og dæmd til að greiða 650 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs. Einnig þarf hún að greiða sakarkostnað upp á rúmlega eina milljón króna.
Dóminn má lesa hér.