Matheus Cunha vill fara frá Wolves í stærra lið, þrátt fyrir að hafa skrifað undir samning við Wolves til 2029 nýlega.
Football Insider heldur þessu fram, en brasilíski sóknarmaðurinn hefur átt frábært tímabil og er með 11 mörk það sem af er fyrir fallbaráttulið Wolves í ensku úrvalsdeildinni.
Það hefur vakið áhuga stærri liða og hefur Cunha meðal annars verið orðaður við Arsenal og Aston Villa, sem og Nottingham Forest sem er að gera frábæra hluti í úrvalsdeildinni.
Búist er við að önnur félög reyni að sækja Cunha frá Wolves í sumar en það gæti kostað sitt vegna samningsstöðu leikmannsins.