Þegar Vítalía kom í bústaðinn var Ari sofnaður. Arnar lagði til að fólk færi í pottinn en fékk ekki undirtektir. Arnar fór einn í pottinn til að byrja með. Vítalía bað Þórð um að sýna sér bústaðinn. Eftir það var ákveðið að fleiri færu í pottinn. Í framhaldinu fór Vítalía og vakti Ara og hvatti hann til að koma með þeim í pottinn. Hann lét segjast og fór í sturtu og klæddi sig í sundskýlu. Þegar hann kom í pottinn var Arnar þar fyrir nakinn en Þórður Már í skýlu. Ari lýsti því að Arnar hefði rifið hann úr sundskýlu sinni í pottinum, sem gæti flokkast sem líkamsárás. Þá hefði háttsemi Vítalíu þegar hún kom nakin í pottinn geta fallist undir blygðunarsemisbrot.
Arnar sagði frá því í leynisamtalinu við Loga Bergmann að ekkert hefði gerst í pottinum í líkingu við það sem Vítalía hafði lýst. Hann sagði við Loga að það væri ekkert í þessu og Vítalía myndi aldrei kæra. Nokkrum mánuðum seinna gjörbreytti Arnar framburði sínum í samtali við Vísi. Þá sagðist hann myndu bera vitni í máli Vítalíu, sem þá var sagt vera á borði lögreglu. „Ég er vitni í málinu. Ég sá hvað gerðist og þessar lýsingar hennar, sem hún hefur komið með, þær eru ekki fjarri lagi,“ segir Arnar í samtali við Vísi.“
Segir framburð Arnas og Vítalíu marklausan
Reynir Traustson, ritstjóri Mannlífs, skrifar þessar upprifjanir á málinu og byggir á gögnum, lögregluskýrslum og upptöku af símtali Arnars Grant og Loga Bergmann. Reynir segir framburði Arnars og Vítalíu vera reikulan og ómartækan, ekki síst misvísandi yfirlýsingar um hvort þau tvö væru í sambandi eða ekki. Honum þykir athyglisvert að fjárkúgunarmál gegn Vítalíu hafi verið fellt niður. Ásakanir hennar á hendur mönnunum standist ekki skoðun og eðlilegt hefði verið að þeir hefðu verið hreinsaðir af þeim fyrir dómi.
Reynir skrifar:
„Arnar sagði frá því í leynisamtalinu við Loga Bergmann að ekkert hefði gerst í pottinum í líkingu við það sem Vítalía hafði lýst. Hann sagði við Loga að það væri ekkert í þessu og Vítalía myndi aldrei kæra. Nokkrum mánuðum seinna gjörbreytti Arnar framburði sínum í samtali við Vísi. Þá sagðist hann myndu bera vitni í máli Vítalíu, sem þá var sagt vera á borði lögreglu. „Ég er vitni í málinu. Ég sá hvað gerðist og þessar lýsingar hennar, sem hún hefur komið með, þær eru ekki fjarri lagi,“ segir Arnar í samtali við Vísi.“
Mannorðs- og starfsmissir
Í greininni er tekið saman hvaða afleiðingar Vítalíu-málið hafði á þá sem hún sakaði um að hafa brotið gegn sér. Í öllum tilvikum er um mannorðsmissi að ræða en málið snerti mennina misjafnlega fjárhagslega. Samantektin er eftirfarandi:
„Ari Edwald hefur um langt árabil setið við stjórnvölinn i stórfyrirtækjum á borð við MS, fjölmiðlarisanum 365 og Ísey. Hann var neyddur til að víkja úr starfi sínu eftir að ásakanirnar komu upp. Við honum blasti mannorðsmissir og atvinnuleysi. Hann starfar nú sem lögmaður og ráðgjafi.
Logi Bergmann Eiðsson var um áratugaskeið verið einn vinsælasti sjónvarpsmaður landsins. Ásakanir Vítalíu urðu til þess að hann var rekinn úr starfi sínu hjá Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Hann lýsti því sjálfur að önnur og alvarlegri afleiðing var sú að hann missti mannorð sitt. Logi hefur síðan fengið íhlaupaverkefni svo sem hjá Samtökum í sjávarútvegi. Þá stjórnar hann hlaðvarpi sem fjallar um golf. Hann er nú búsettur í Washington ásamt eiginkonu sinni, Svanhildi Hólm Valsdóttur, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum.
Hreggviður Jónsson vék sæti úr stjórn Veritas, fyrirtækjasamstæðu sinnar, vegna málsins. Hreggviður er stóreignamaður og málið hefur ekki áhrif á efnahag hans. Mannorð hans var aftur á móti laskað eftir.
Þórður Már Jóhannesson vék sem stjórnarformaður í Festi eftir þrýsting stórra hluthafa, einkum lífeyrissjóða. Málið hefur ekki áhrif á efnahag hans en mannorðið var laskað eftir ásakanir Vítalíu.
Arnar Grant var rekinn frá Wold Class þar sem hann var einkaþjálfari. Hann missti samning vegna orkudrykkjarins Hleðslu. Hjónaband Arnars gaf sig vegna ástarsambandsins við Vítalíu. Hann starfar sem einkaþjálfari í dag og býr í Vogabyggð. Hermt er að Vítalía búi með honum þar en það er óstaðfest.
Vítalía Lazereva missti vinnu sína í lyfjabúð eftir að upp kom að hún hefði flett upp í sjúkraskrám í leyfisleysi. Málið fór ekki fyrir dóm. Hún hefur undanfarin misseri búið með Arnari Grant. Ekki liggur fyrir hvort sú sambúð sé að staðaldri.“