Margir segja eflaust að það sé búrið eða innbyggður skápur eða frístandandi hilla. Aðalatriðið er að staðurinn sé ekki nálægt tækjum sem gefa hita frá sér því þá getur myndast raki í umbúðunum.
Sumir telja kannski að kjallarinn henti sem „kaldur, þurr staður“ og það getur auðvitað vel verið, en það þarf að hafa í huga að ef það er raki í honum, þá getur það haft áhrif á geymsluþolið.
Hvað varðar „kaldur“, þá er það almenn tilvísun til þess að hitastigið eigi að vera 10 til 30 gráður. Best er ef hægt er að halda því undir 21 gráðu.