En það er ekki alveg hættulaust að gera þetta. Ástæðan er að sjónvörp nútímans eru byggð upp á þróaðri tækni sem krefst annarskonar raforkustýringu.
Sjónvörp, sérstaklega OLED, eru með mjög flókin rafkerfi og virkni sem getur skemmst ef rafmagnið er tekið af skyndilega.
Sem dæmi má nefna að OLED-sjónvörp búa yfir hreingerningarferlum, sem fara í gang þegar slökkt er á þeim, til að koma í veg fyrir að skjárinn brenni. Ef slökkt er skyndilega á rafmagninu, getur það stytt líftíma sjónvarpsins og skert myndgæðin. Þess utan getur hugbúnaðaruppfærsla farið úr skorðum ef rafmagnið er tekið alveg af. Það getur síðan valdið bilunum að sögn t-online.