Alphonso Davies hefur skrifað undir nýjan samning við Bayern Munchen eftir fleiri mánuði af óvissu.
Þessi afar öflugi bakvörður hefur verið sterklega orðaður við Real Madrid, en samningur hans var að renna út í sumar.
Nú er hins vegar ljóst að Davies verður áfram hjá Bayern því hann er búinn að skrifa undir samning til 2030.
Davies er 24 ára gamall landsliðsmaður Kanada. Hann kom til Bayern frá heimalandinu árið 2018 og hefur staðið sig frábærlega í Þýskalandi.
🎶 Going 𝙿𝚕𝚊𝚝𝚒𝚗𝚞𝚖 through 2030 ❤️🔥
✍️ FC Bayern und Alphonso Davies verlängern bis 𝟐𝟎𝟑𝟎.
🔗 https://t.co/PenbdPY22o#Phonzy2030 #FCBayern #MiaSanMia pic.twitter.com/OlG4morHK5
— FC Bayern München (@FCBayern) February 4, 2025