fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Pressan

Ekkert æsir mig meira en að sjá kærustuna mína stunda kynlíf með öðrum körlum

Pressan
Miðvikudaginn 5. febrúar 2025 04:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er 31 árs og á 25 ára gamla kærustu. Við höfum verið saman í 18 mánuði. Fyrir nokkrum mánuðum greip ég hana glóðvolga í rúminu með karlmanni. Ég átti að vera úti með strákunum en kom snemma heim. Ég fór heim til hennar í von um að við myndum eyða nóttinni saman og kom að henni í rúminu með þessum manni.

Þetta var mikið áfall en í stað þess að verða reiður eða æstur, þá áttaði ég mig á að ég örvaðist kynferðislega við þetta.

Hún var miður sín og grátbað mig um að fyrirgefa sér, sagði að þetta hefðu verið mistök.

Nokkrum vikum síðar, játaði ég að þetta hefði æst mig kynferðislega. Ég sagði að ef hún vildi hitta aðra karla, þá mætti hún það en bara ef ég mætti horfa á. Hún var hissa en samþykkti þetta og sagðist ekki vita hvort hún væri tilbúin til að vera bara með einum karli en vildi hins vegar ekki slíta sambandinu.

Hún var taugaóstyrk í fyrsta sinn, sem hún kom heim með karlmann, en þegar hún sá hvað þetta örvaði mig, losnaði um hömlurnar og hún naut þess. Þegar þau voru búin, stundum við besta kynlífið sem við höfum nokkru sinni stundað.

Eftir þetta hefur hún komið heim með nokkra karla til að stunda kynlíf með.

Ég er farinn að hafa áhyggjur af því sem við erum að gera. Mér finnst þetta ekki eðlilegt og hef áhyggjur af að það muni slitna upp úr sambandi okkar. Ég hef líka áhyggjur af að ég geti aldrei aftur verið í hefðbundnu sambandi. Á ég að hafa áhyggjur eða er í lagi hafa þessa löngun?

Þetta skrifaði maður nokkur til Deidre, kynlífsráðgjafa The Sun, sem svaraði honum og sagði að það sé ótrúlega algengt að fólk örvist kynferðislega við að sjá maka sinn stunda kynlíf með öðrum.

Hún sagði að margir karlar hafi sagt henni að þá dreymi um að sjá konur sínar stunda kynlíf með öðrum körlum og sumir þeirra upplifa þessa drauma sína.

Hún benti á að þessu fylgi ákveðnar hættur og fólk verði því að hugsa málið til enda. Afprýðissemi geti komið upp eða óöryggi. Þá sé líka mikilvægt að stunda öruggt kynlíf. Einnig geti það orðið vandamál ef annar aðilinn vilji hætta þessu en hinn ekki. Mikilvægt sé að ræða saman um þetta og virða mörk hvors annars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Óvissunni loks lokið
Pressan
Í gær

Kyssti fjölskylduna góða nótt og hvarf sporlaust – 12 ára og gengin 9 mánuði á leið

Kyssti fjölskylduna góða nótt og hvarf sporlaust – 12 ára og gengin 9 mánuði á leið
Pressan
Í gær

Fundu nítján illa farin lík í dularfullum „draugabáti“

Fundu nítján illa farin lík í dularfullum „draugabáti“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Útilokar ekki hernaðaraðgerðir gegn Mexíkó – „Allir möguleikar eru opnir“

Útilokar ekki hernaðaraðgerðir gegn Mexíkó – „Allir möguleikar eru opnir“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varð skrímslið frá Birkenhead fórnarlamb versta réttarmorðs Bretlands?

Varð skrímslið frá Birkenhead fórnarlamb versta réttarmorðs Bretlands?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta áttu aldrei að hita í örbylgjuofni

Þetta áttu aldrei að hita í örbylgjuofni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi þjóð borðar mest af súkkulaði

Þessi þjóð borðar mest af súkkulaði