338 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu en 350 á móti. Það var stjórnarandstöðuflokkurinn CDU, sem kanslaraefnið Friedrich Merz í fararbroddi, sem lagði frumvarpið fram í samstarfi við CSU.
Bild segir að ef frumvarpið hefði verið samþykkt, hefðu hælisleitendur átt erfiðara með að fá fjölskyldur sínar til sín og yfirvöldum hefði verið heimilt að vísa hælisleitendum á brott við landamærin.
Fimm þingmenn CDU sátu hjá við atkvæðagreiðsluna og því er ljóst að það er andstaða innan flokksins við frumvarpið.