fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Pressan

Telja sig hafa fundið andlit á Suðurskautslandinu

Pressan
Miðvikudaginn 5. febrúar 2025 04:15

Hvað er þetta? Mynd:Google Earth

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á gervihnattarmyndum frá Suðurskautslandinu sést andlit stara á þá sem skoða myndirnar. Þetta er að minnsta kosti skoðun sumra sem hafa skoðað þessar myndir.

Þessu skýrði Redditnotandi frá nýlega og segir að á myndum, sem eru á Google Earth, sé hægt að sjá andlit á Suðurskautinu. Á mynd, sem var deilt á r/strangeearth síðunni, virðist sem andlit sé sýnilegt, það virðist vera með hálflokuð augu, nef og munn.

Sumir Redditnotendur voru ekki lengi að bregðast við þessu og sögðu andlitið líkjast Megatron sem er þekkt andlit úr Transformers heiminum.

Ef þú hefur áhuga á að skoða þetta sjálf(ur) þá eru hnitin 72°00’52″S 168°35’37″E.

Metro bendir á að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem myndir frá Suðurskautinu veki athygli notenda Google Earth. Notendur hafa áður talið sig hafa fundið stórar dyr og aðrir telja að pýramídi, byggður af geimverum, sé hálf grafinn í snjó í heimsálfunni.

Hvað varðar fyrrgreint andlit, þá eru fréttir af því ekki alveg nýjar af nálinni, því ef vel er að gáð, þá var myndum af því deilt á Reddit 2019.

Áhugamaður um fljúgandi furðuhluti sagði að andlitið sé hugsanlega sönnun þess að geimverur hafi heimsótt jörðina og aðrir samsæriskenningasmiðir segja að þetta geti verið eitthvað sem fornt menningarsamfélag skildi eftir sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Óvissunni loks lokið
Pressan
Í gær

Kyssti fjölskylduna góða nótt og hvarf sporlaust – 12 ára og gengin 9 mánuði á leið

Kyssti fjölskylduna góða nótt og hvarf sporlaust – 12 ára og gengin 9 mánuði á leið
Pressan
Í gær

Fundu nítján illa farin lík í dularfullum „draugabáti“

Fundu nítján illa farin lík í dularfullum „draugabáti“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Útilokar ekki hernaðaraðgerðir gegn Mexíkó – „Allir möguleikar eru opnir“

Útilokar ekki hernaðaraðgerðir gegn Mexíkó – „Allir möguleikar eru opnir“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varð skrímslið frá Birkenhead fórnarlamb versta réttarmorðs Bretlands?

Varð skrímslið frá Birkenhead fórnarlamb versta réttarmorðs Bretlands?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta áttu aldrei að hita í örbylgjuofni

Þetta áttu aldrei að hita í örbylgjuofni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi þjóð borðar mest af súkkulaði

Þessi þjóð borðar mest af súkkulaði