fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
Fréttir

Musk dreymdi um þetta – Ísdrottningin gerði út af við drauminn

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 5. febrúar 2025 07:00

Susie Wiles, stundum kölluð ísdrottningin. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elon Musk, sem er í náðinni hjá Donald Trump þessa dagana, hversu lengi sem það varir nú, átti sér þann draum að fá skrifstofu nærri Trump í Hvíta húsinu. En ísdrottningin gerði út af við þennan draum hans.

Musk, sem á að stýra vinnu við niðurskurð í ríkisútgjöldunum, vildi fá skrifstofu í Hvíta húsinu en Susie Wiles, sem er stundum kölluð ísdrottningin og er starfsmannastjóri Trump, var ekki á þeim buxunum og úthlutaði honum „bara“ skrifstofu í Eisenhower Executive Office Building, sem er um 100 metra frá Hvíta húsinu.

Þetta er nú ekki mjög langt frá Hvíta húsinu og göngustígur liggur á milli bygginganna svo Musk hlýtur að ráða við að rölta þarna á milli.

The Times segir að Wiles hafi þvertekið fyrir að láta Musk fá skrifstofu í Hvíta húsinu og þar með hafi hún lokað á Hvíta hús drauminn hans.

The Times segir að þetta hafi verið stór sigur fyrir Wiles sem hafi með þessu sýnt að hún er í bílstjórasætinu hvað varðar það sem gerist í Hvíta húsinu.

Musk leiðist ekki að vera í sviðsljósinu en það sama verður ekki sagt um Wiles, sem er 67 ára, en hún er sögð mjög hlédræg og ræðir næstum aldrei við fjölmiðla eða lætur hafa nokkuð eftir sér. Hún vill helst halda sig til hlés og vill helst ekki láta taka myndir af sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tveir Hollendingar nappaðir í Leifsstöð

Tveir Hollendingar nappaðir í Leifsstöð
Fréttir
Í gær

Sósíalistar og VG vilja komast í meirihluta í Reykjavík

Sósíalistar og VG vilja komast í meirihluta í Reykjavík