Oddvitar Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hafa skorað á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, fyrrverandi ráðherra, að gefa kost á sér til formennsku í flokknum.
„Við, oddvitar og sveitarstjórnarfólk Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnum í Suðurkjördæmi, hvetjum Guðrúnu Hafsteinsdóttur til að bjóða sig fram til formanns á næsta landsfundi Sjálfstæðisflokksins,“ segir í áskoruninni sem er undirrituð af oddvitum og bæjarstjórum sem flokkurinn á í kjördæminu.
Guðrún er annar þingmaður kjördæmisins og hefur setið á þingi síðan árið 2021. Hún var dómsmálaráðherra árin 2023 til 2024.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tilkynnti það nýlega að hún myndi bjóða sig fram til formennsku. Bæði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson hafa tilkynnt að þau hyggist ekki bjóða sig fram. Auk Guðrúnar hafa þau þrjú verið talin líklegust til að bjóða sig fram. Guðrún hefur ekki tilkynnt um sína ákvörðun.
Eftirtaldir fulltrúar skora á Guðrúnu að bjóða sig fram:
Gauti Árnason, oddviti í Austur-Skaftafellssýslu
Sveinn Hreiðar Jensson, oddviti í Vestur-Skaftafellssýslu
Anton Kári Halldórsson, oddviti og sveitarstjóri í Rangárþingi Eystra
Eydís Indriðadóttir, sveitastjórnarfulltrúi í Rangárþingi Ytra
Jón Bjarnason, oddiviti í Hrunamannahreppi
Friðrik Sigurbjörnsson, oddviti í Hveragerði
Grétar Ingi Erlendsson, sveitarstjórnarfulltrúi í Ölfusi
Bragi Bjarnason, oddviti og bæjarstjóri í Árborg
Einar Jón Pálsson, oddviti í Suðurnesjabæ
Hjálmar Hallgrímsson, oddviti í Grindavík
Björn G. Sæbjörnsson, oddviti í Vogum
Margrét Sanders, oddviti í Reykjanesbæ