fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fókus

Vísa ásökunum um að Kanye sé að ráðskast með eiginkonu sína á bug – „Bianca er ekki þvinguð til neins“

Fókus
Þriðjudaginn 4. febrúar 2025 15:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralski arkitektinn Bianca Censori, sem er hvað þekktust fyrir að vera eiginkona rapparans Kanye West, mætti nakin, eða nánast, á Grammy-verðlaunahátíðina um helgina. Aðdáendur og fleiri hafa nú miklar áhyggjur af öryggi og velferð Censori og telja að Kanye sé að stjórna öllu sem hún gerir.

Því hefur verið haldið fram að fjölskylda Censori óttist um velferð hennar. Kanye sé sjúklega stjórnsamur og hafi fjölskyldan staðið í þeirri trú að hjónabandinu hefði lokið í október. Annað kom þó á daginn.

Heimildarmaður sagði við DailyMail fyrir nokkru: „Foreldrar hennar eru í áfalli yfir því sem þau hafa séð – þeim finnst þau blekkt því Bianca sagði þeim að hún væri að fara frá manni sínum. Þau skilja ekki hvað er í gangi og upplifa að hún hafi enga stjórn á eigin lífi.“

Sjá einnig: Bianca hefur aldrei gengið svona langt – Mætti nakin á rauða dregilinn

Eftir að hjónin mættu á samstöðufund hjá Donald Trump fyrir nokkru sagði annar heimildarmaður: „Bianca var ekki samþykk því að mæta á kosningafund Trump. Hún er klárlega ekki íhaldssöm. Hún birti kynferði sitt með ögrandi hætti og trúir því að kona megi gera hvað sem hún vill með eigin líkama og það er klárlega ekki í samræmi við hugmyndafræði Repúblikanaflokksins.“

Því hefur eins verið haldið fram að Bianca sé nú farin að halla sér að áfengi til að komast í gegnum daginn enda upplifi hún mikla streitu í hjónabandinu.

Kanye gefur ekkert fyrir þessa gagnrýni. Hann segist stoltur af því að fataval eiginkonu sinnar hafi valdið usla á Grammy-verðlaunahátíðinni og þvertekur fyrir að vera stjórnsamur eða ofbeldisfullur.

DailyMail hefur það núna eftir meintum vinum arkitektsins að hún hafi ekki verið þvinguð til að klæðast þessum umdeilda, gegnsæja kjól. Þvert á móti hafi hún verið með í ráðum. Kanye hafi vissulega skipulagt þennan gjörning en hann hafi gert það hönnuðum sínum hjá vörumerki sínu Yeezy og Censori hafi tekið þátt í ferlinu frá upphafi til enda. Hjónin hafi verið meðvituð um að þetta myndi vekja umtal og vonuðust jafnvel eftir því að Censori yrði handtekin fyrir að misbjóða.

„Bianca er ekki þvinguð til neins. Hún er virkur þátttakandi í þessu og Kanye er ekki að stýra henni. Þau hönnuðu þetta saman, skiptust á hugmyndum og þetta var gjörningur sem var beint gegn stífum stöðlum tísku og menningar. Ye [Kanye] er að valdefla Bianca og hún elskar það. Þau eru í þessu saman svo allar ásakanir um annað eru úr lausu lofti gripnar.“

Fjölmiðlar eru þó ekki sannfærðir og hafa undanfarna daga ráðfært sig við sérfræðinga í líkamstjáningu og varalestri. Sérfræðingur í líkamstjáningu sagði framkomu Censori benda til þess að ekki sé allt með felldu. Hún hafi virkað taugaveikluð og sýnt merki um streitu og kvíða.

Vinir Censori vísa þessu á bug.

„Klæðnaður hennar er yfirlýsing sem skapar hugrenningartengsl á milli einfaldleika og ögrunar. Klæðnaðurinn snerist um hvað það er einfalt að klæðast engu. Þetta átti bara að vera ein stutt stund, en klárlega stund sem varð ódauðleg. Þetta var hugrökk yfirlýsing. Hvernig getur fólk litið á þetta sem ósæmilegt? Klassísk list byggir á því sem er ósæmilegt. Naktir líkamar eru ekki ósæmilegir sem slíkir heldur þarf að koma til ósæmilegur hugsunarháttur til að ljá líkamanum þá merkingu.“

Censori sé sama hvað öðrum finnst. Hún sé örugg í eigin skinni og eiginmaður hennar sé hennar dyggasti stuðningsmaður. Þau séu í sameiningu að ögra skemmtanabransanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Stebbi JAK gerir upp árásina: „Það voru allavegana tólf manns sem voru að reyna að valda mér skaða og náðu því töluvert“

Stebbi JAK gerir upp árásina: „Það voru allavegana tólf manns sem voru að reyna að valda mér skaða og náðu því töluvert“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eldgleypirinn Ósk gengin út

Eldgleypirinn Ósk gengin út
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég stundaði kynlíf með Bonnie Blue – Hún er allt öðruvísi þegar myndavélarnar hætta að rúlla“

„Ég stundaði kynlíf með Bonnie Blue – Hún er allt öðruvísi þegar myndavélarnar hætta að rúlla“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir það andlegt ofbeldi þegar talað er illa um hitt foreldrið – „Þetta eru bara svona tálmunartilburðir“

Segir það andlegt ofbeldi þegar talað er illa um hitt foreldrið – „Þetta eru bara svona tálmunartilburðir“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kirkjusókn ungra íslenskra karlmanna að aukast – Skipuleggja messuferðir á Snapchat og lesa biblíuna

Kirkjusókn ungra íslenskra karlmanna að aukast – Skipuleggja messuferðir á Snapchat og lesa biblíuna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Sjáðu hvernig gervigreindin breytir texta í glærukynningu

Fræðsluskot Óla tölvu: Sjáðu hvernig gervigreindin breytir texta í glærukynningu