Stórfurðulegt atvik átti sér stað eftir 2-1 sigur Chelsea á West Ham í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Chelsea kom til baka eftir að hafa lent undir. Enzo Fernandez lék allan leikinn og var hann í sviðsljósinu eftir leik.
Það er ekki óalgengt að leikmenn gefi stuðningsmönnum uppi í stúku treyjur sínar eftir leiki en Fernandez fór aðra leið. Miðjumaðurinn skellti sér úr stuttbuxunum og lét heppinn stuðningsmenn hafa þær.
Það sem gerðist næst hefur svo vakið enn meiri furðu, en stuðningsmaðurinn þefaði af buxunum. Sennilega hefur hann ekki áttað sig á að myndavélarnar voru enn á honum.
Sjón er sögu ríkari. Myndband af þessu er hér að neðan.
@chelseaf.c6 Enzo gives his Shorts to a fan at full-time! 😲🩳 #chelseafc #enzofernandez #fyp ♬ original sound – chelsea