fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fókus

Vin Diesel lullar í lægsta gír

Fókus
Þriðjudaginn 4. febrúar 2025 11:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hasarmyndahetjan Vin Diesel sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í tíu myndum The Fast and The Furious breytir um stíl í nýjasta hlutverki sínu. 

Í FF myndunum snýst dæmið um að keyra og lifa sem hraðast, en í aðalhlutverki auglýsingar ísrisans Häagen-Dazs fyrir Ofurskálina (e. Super Bowl) lullar Viesel bara í fyrsta gír meðan hann nýtur íssins.  „NOT SO FAST, NOT SO FURIOUS“ eða Ekki svo hratt, ekki svo tryllt, segir Diesel sem segist tilbúinn að tileinka sér minni hraða – ef ís er með í för.

„Móðir mín kynnti mig fyrir Häagen-Dazs þegar ég var unglingur, kaffiís var í uppáhaldi hjá henni,“ segir Diesel. „Ég man enn eftir því að ég verðlaunaði sjálfan mig með Häagen-Dazs eftir áheyrnarprufur sem ungur leikari.“

„Þegar Häagen-Dazs bað mig um að gera auglýsinguna, og í ljósi þess að ég hef verið aðdáandi íssins, hugsaði ég að blanda Fast inn sem lof til íssins og Los Angeles,“ segir hann um auglýsinguna, sem einnig sýnir Fast and the Furious stjörnurnar Ludacris og Michelle Rodriguez.

Diesel er núna í miðri framleiðslu á Fast X: Part 2, framhaldi Fast X frá 2023. Tökur sem eftir standa verða teknar upp í Los Angeles til að hjálpa borginni að jafna sig eftir skógareldana sem þar geisuðu í ár, en sú ósk kom frá meðleikkonu hans Jordana Brewster.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Vin Diesel (@vindiesel)

„Los Angeles þarfnast aðstoðar núna meira en nokkru sinni fyrr… Los Angeles er þar sem Fast and Furious tökurnar hófust fyrir 25 árum síðan… og nú mun Fast loksins snúa aftur heim.“

Um Häagen-Dazs segir hann. „Vörumerki með rætur í Suður-Bronx, sem hefur vaxið í alþjóðlegt stórfyrirtæki, mér ffinnst það þýðingarmikið vegna þess að vörumerkið hefur verið hluti af sögu minni svo lengi. Þetta er meira en bara ís – það eru minningar.“

Ofurskálin fer fram 9. febrúar þar sem Philadelphia Eagles og Kansas City Chiefs eigast við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt