Félagaskiptaglugginn lokaði í gærkvöldi og verður ekki aftur opnaður fyrr en í sumar. Mörg félög rifu upp veskið en ekkert eins og Manchester City.
City keypti sér fjóra leikmenn í janúar og eru þeir allir á lista yfir tíu dýrustu kaupin í janúar.
Kaup Al-Nassr í Sádí Arabíu á Jhon Duran voru dýrustu skiptin í janúar en hann fór til Sádí frá Aston Villa.
Í öðru sæti eru kaup City á Omar Marmoush en sóknarmaðurinn kom til Englands frá Frankfurt í Þýskalandi.
City reif upp heftið í janúar til að reyna að laga stöðuna en gengi liðsins hafa verið mikil vonbrigði á þessu tímabili.
Þetta voru tíu dýrustu kaupin í janúar.