fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Svona margir stela í sjálfsafgreiðslukössum – „Búa til tækifæri fyrir fólk sem myndi annars ekki hugsa um að stela“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 4. febrúar 2025 12:30

Skannar þú allar vörur? Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega þriðjungur fólks stelur vörum þegar það afgreiðir sig sjálft í sjálfsafgreiðslukössum. Meirihlutinn vill frekar fara í sjálfsafgreiðslukassa frekar en á kassa með starfsmanni.

Þetta kemur fram í könnun Toluna Harris Interactive sem greint er frá í breska miðlinum The Grocer. Þúsund einstaklingar voru spurðir.

Samkvæmt könnuninni viðurkenna 37 prósent að hafa stolið. Það er að hafa ekki skannað einn eða fleiri hlut sem þeir tóku með sér út. 63 prósent segjast alltaf skanna alla hluti og greiða fyrir þá.

Í könnuninni kemur einnig fram að 32,5 prósent viðurkenni að hafa vigtað vörur á rangan hátt. Það er muni eins og grænmeti og ávexti, sem gjarnan eru seldir eftir þyngd.

38 prósent sögðust hafa skráð inn rangan hlut. Til dæmis að hafa skráð inn lauk þegar þeir voru í raun að kaupa vínber, sem er mun dýrari vara.

Vinsælir kassar

Samkvæmt könnuninni eru sjálfsafgreiðslukassar mjög vinsælir hjá viðskiptavinum. 54,2 prósent vilja frekar nota þá heldur en kassa með starfsmanni en aðeins 29,8 prósent vilja frekar fara á þannig kassa en í sjálfsafgreiðslu. 16 prósent er nokk sama hvorn kassann er farið á.

Karlmenn undir 35 ára

Að sögn Luciu Juliano, yfirmanni hjá könnunarfyrirtækinu, kemur það á óvart hversu margir viðurkenna að hafa stolið á sjálfsafgreiðslukassa. Þeir sem stela mest eru karlmenn undir 35 ára aldri.

„Þessi nýju kerfi sjálfsafgreiðslu hafa búið til nýja tegund af búðarþjófi,“ segir Matt Hopkins, afbrotafræðingur hjá Leicester háskóla. „Það er verið að búa til tækifæri fyrir fólk sem myndi annars ekki hugsa um að stela.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Björgólfur Guðmundsson er látinn

Björgólfur Guðmundsson er látinn
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Héraðsdómur Reykjaness fór ekki að lögum í forsjármáli – Fær skammir í hattinn frá Landsrétti

Héraðsdómur Reykjaness fór ekki að lögum í forsjármáli – Fær skammir í hattinn frá Landsrétti
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Farið fram hjá bæjarstjórn við undirritun samnings nýs leikskóla – „Maður spyr sig hvernig þetta gerist“

Farið fram hjá bæjarstjórn við undirritun samnings nýs leikskóla – „Maður spyr sig hvernig þetta gerist“
Fréttir
Í gær

Rottweiler hundur sem réðst á konu á Akureyri svæfður – „Við erum mörg að syrgja elsku Puma“

Rottweiler hundur sem réðst á konu á Akureyri svæfður – „Við erum mörg að syrgja elsku Puma“
Fréttir
Í gær

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu
Fréttir
Í gær

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm
Fréttir
Í gær

Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna

Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna
Fréttir
Í gær

Senn dregur til tíðinda í kapphlaupinu um „stærsta fjársjóð mannkyns“

Senn dregur til tíðinda í kapphlaupinu um „stærsta fjársjóð mannkyns“