Sky Sports Italia segir að Antonio Conte þjálfari Napoli sé verulega ósáttur við forráðamenn félagsins að hafa ekki keypt fyrir sig kantmann í félagaskiptaglugganum.
Napoli seldi Khvicha Kvaratskhelia til PSG í glugganum en Conte vildi fá inn alvöru mann í staðin.
Conte vildi fá Alejandro Garnacho frá Manchester United en Napoli náði ekki að sannfæra Untied um að selja hann.
Hann hafði einnig áhuga á Karim Adeyemi sóknarmann Dortmund en ekki tókst að kaupa hann.
Napoli er á toppnum í ítölsku úrvalsdeildinni og vildi Conte styrkja sig eftir brotthvarf Kvaratskhelia en það gekk ekki upp.